Frábær fundur!! - Blogg af gamla blogginu

Já, ég var að koma af frábærum fundi í Hömrum! Framsögumennirnir stóðu sig alveg virkilega vel, þau voru málefnaleg og höfðu margt fram að færa. Mætingin var líka alveg stórkostleg, troðfullt út úr húsi og þurftu líklega e-r frá að hverfa. Þó að stjórnarandstaðan hafi verið meira áberandi í hópi mættra þingmanna (Magnús frændi skilaði kveðju á fundinn, en hann er veikur - áberandi var að enginn þingmaður Sjálfsstæðisflokksins mætti) þá var engin ein flokkslína meira áberandi en önnur meðal fundargesta.

Þetta var virkilega góður fundur og greinilegt að fólki hérna heima er raunverulega ekki sama um ástandið í dag. Ég lýsti því í ræðu á flokksþingi sem ég birti hérna fyrir neðan hvernig ástandið er þessa dagana og satt best að segja þá hef ég enn virkilegar áhyggjur. Í dag kom fram svo ekki verður um villst að ég er ekki ein um þessar áhyggjur. Ég vona bara að þingmennirnir okkar, nei, ekki bara þingmennirnir okkar, að ríkisstjórnin sem nú er við völd sjái að sér og komi með e-r raunverulegar aðgerðir, núna, fyrir kosningar! Við heimamenn höfum komið með ótal tillögur sem hægt er að henda í framkvæmd núna strax - núna er boltinn hjá þeim! Við erum ekki að biðja um að þau sitji í Reykjavík í reykfylltum bakherbergjum og kokki upp e-r lausnir sem henta þeim, heldur þurfa þau að hlusta á okkar tillögur og framkvæma þær. Sértækar aðgerðir eiga að vera sniðnar að okkar svæði í samstarfi við okkur, en ekki því sem þeir halda að séu okkar aðstæður.

En nóg um þetta ... heyri betur í ykkur seinna ... Psych byrjaður Halo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband