Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Breytingar framundan?
Ég elska bækur. Ég hreinlega elska að lesa texta sem fær mig til að brosa og gleðjast, fær hjartað til að slá hraðar og nei ég er ekki að tala um ástarsögur - ég er að tala um fræðitexta. Hafið þið upplifað þetta?
Bæði vegna vinnu og háskólaumsóknaferlisins hef ég að undanförnu verið að lesa óhemjumagn af rannsóknum og ýmsum öðrum upplýsingum. Nú þegar vinnudagurinn er kominn að lokum sit ég yfir einni áhugaverðustu skýrslu sem ég hef lesið í nokkurn tíma og ég er algerlega dottin í hana - hef gengið svo langt að ég er að fletta upp þeim heimildum sem vísað er í - svo áhugaverð er hún. Hún er vel skrifuð, áleitin og já, hálf ólýsanleg. Að þessu leiti finnst mér texti oft munúðarfyllri en mynd eða hljóð, hvetur mann til að nota ímyndunaraflið á allt annan hátt.
Annars hef ég mikið verið að velta fyrir mér breytingum. Fæ vonandi fljótlega að vita hvort breytingar séu framundan hjá mér - jafnvel í næstu viku. Er núna loksins búin að skila inn öllum gögnum til Aberdeen og býð vægast sagt spennt eftir svari sem mér skilst að eigi ekki að taka svo langan tíma að fá. Leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með.
Er orðin of sein á fund - skýrslulesturinn truflaði mig - meira síðar
Athugasemdir
Þú ert biluð ;)
Vona að þú fáir svarið sem þú vilt fá, og það fljótt :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 12.4.2007 kl. 20:17
Haha, já, þetta gerist víst þegar námi líkur - bækurnar sem áður voru hrikalegar verða allt í einu skemmtilegar Það er eins gott að ég fari að byrja aftur almennilega í námi
Albertína Friðbjörg, 12.4.2007 kl. 22:30
Hvaða skýrsla er þetta eiginlega? Er hægt að nálgast hana á netinu?
En ég er hjartanlega sammála þér varðandi skemmtanagildi rannsókna þegar námi er lokið. Þurrustu skýrslur iða af lífi og verða æsispennandi aflestrar.
erlahlyns.blogspot.com, 13.4.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.