Miðvikudagur, 18. apríl 2007
Nú þarf að taka ákvarðanir og framkvæma!
Nú hefur Vestfjarðanefndin svokallaða skilað af sér. Nefndin, sem var skipuð í fyrri mánuði af forsætisráðherra, fékk það hlutverk að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Nefndin af sér góðri skýrslu með ýmsum góðum tillögum, enda gott og vandvirkt fólk í nefndinni.
Eins og Grímur Atlason bæjarstjóri í Bolungarvík benti á þá er þetta góð samantekt yfir þær hugmyndir sem hafa komið fram - en nú er það stóra spurningin?! Hvað gerir ríkisstjórnin við þessa skýrslu? - Verða framkvæmdir og ákvarðanir í samræmi við tillögur þær sem komu fram í þessari skýrslu eða verður þetta enn ein fín og flott skýrsla sem verður stungið upp í íbúa svæðisins og síðan ofan í skúffu?
Staðreyndin er sú að við vitum öll hver staðan er - nú hlýtur að vera kominn tími á aðgerðir. Því miður er hætt við að menn eigi eftir að gleyma sér í þessari blessuðu olíuhreinsunarstöðvarmáli og gleyma öllum öðrum tillögum, vísa bara til olíuhreinsunarstöðvarinnar sem e-r allsherjar lausnar. Það er vissulega mál sem ætti að skoða, enda erfitt að henda 500 störfum út af borðinu án nánari athugunnar, en það á ekki að gera fyrr en eftir kosningar og þá á fjórðungsvísu. - Olíuhreinsistöð á ekki að vera kosningamál í þessum kosningum.
Mér þætti hins vegar áhugavert að fá opinbera umræðu um framkvæmd hinna tillagnanna. Það hefur verið sorglega lítið rætt um þær tillögur í fjölmiðlum t.d. eflingu iðnnáms við Menntaskólann á Ísafirði, uppbyggingu Háskóla og rannsókna, starfsemi Orkubús Vestfjarða og Rarik á Vestfjörðum, Innheimtustofnun sveitarfélaganna verði flutt, aukin heilbrigðisþjónusta, markaðssókn ferðaþjónustu á Vestfjörðum, aukið öryggi í raforkumálum, Hornstrandastofa og Vatnsfjarðar-/Látrabjargsstofa, styrking starfsemi rækjuvinnslustöðva um allt land, jöfnun flutningskostnaðar ... kíkið á skýrsluna til að fá nánari upplýsingar og fleiri tillögur.
Hvar er umræðan um þessar tillögur? Hvað getur og ætlar ríkisstjórnin að hrinda í framkvæmd núna? Hverju eru frambjóðendur tilbúnir til að hrinda í framkvæmd á næsta ári?
Býð spennt eftir svörum.
Skoðað að frysta greiðslu afborgana og vaxta lána rækjuvinnsla á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.