Mánudagur, 23. apríl 2007
Evrópusambandið og fleira...
Ég fór á alveg hreint stór fínan fund á vegum Evrópusamtakanna og Heimsýnar á laugardaginn. Þar voru mætir menn mættir á svæðið til að ræða um kosti og galla Evrópusambandsins. Þorvaldur Gylfason talaði fyrir hönd Evrópusamtakanna og Ragnar Arnalds fyrir hönd Heimsýnar.
Báðir töluðu af mikilli sannfæringu og komu máli sínu vel frá sér. Erindi þeirra beggja voru sem sagt góð en alveg sérstaklega þótti mér viðeigandi hjá Þorvaldi að vitna í afa sinn, Vilmund Jónsson þá héraðslækni á Ísafirði. Tilvitnunin var kraftmikil og öflug og hreif líklega flesta í salnum. Ég er eftir þennan fund, eins og eflaust margir aðrir, enn sannfærðari um þá skoðun mína að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Ég hef reyndar verið talsvert lengi á þeirri skoðun að Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við ESB og svo leggja samningsdrögin fyrir þjóðaratkvæði eins og Þorvaldur lagði áherslu á í erindi sínu. Ragnari tókst sum sé ekki að sannfæra mig um annað.
Svona að lokum verð ég að fagna þessu góða framtaki Evrópusamtakanna og Heimsýnar - enda mikilvægt að upplýst umræða eigi sér stað um allt land og jafnvel alveg sérstaklega á svæðum eins og Vestfjörðum, sem að öllum líkindum gætu nýtt sér kosti Evrópusambandsins mjög vel, líkt og sjá má á reynslu Íra og Skota
Annars er heilmargt fleira að frétta sem ég er ekki tilbúin til að segja frá alveg strax, er að bíða eftir endanlegri endanlegri staðfestingu og ég þori ekki að trúa því alveg fyrr en þessi endanlega endanlega staðfesting berst ... en smá vísbending á meðan - það eru 99% líkur á að ég komi ekki til með að þurfa að bíða eftir að Evrópusambandið komi til mín...
Athugasemdir
Ekki sammála þér með Evrópusambandið en hitt er spennó :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.