Loksins komið svar ...

og það var jákvætt að auki Grin 

Það er víst orðið óhætt að upplýsa það opinberlega að ég er búin að fá svar við umsókn minni frá Háskólanum í Aberdeen.  Ég er sum sé að flytja til Skotlands í haust, til borgarinnar Aberdeen nánar tiltekið.  Þar mun ég stunda nám í ... tja, veit ekki alveg hvað ég á að kalla það á íslensku ... landsbyggðarfræðum.  Reyndar mun ég fyrst og fremst stunda rannsóknir á því sviði, þ.e. rural research innan landafræðideildarinnar.  Þau hafa sem sagt boðið mér að koma í rannsóknarmaster (MSc by research) með það markmið að ég haldi svo áfram í doktorsnám (PhD), reyndar held ég að ég sé skráð beint í doktorsnámið, masterinn er bara innifalinn. 

Þetta verða sum sé a.m.k. 1+3 ár sem ég verð í burtu.  Ég verð að viðurkenna að jafn rosalega glöð og ég er yfir þessu svari þá er ég samt líka pinku skelkuð yfir þessu öllu saman.  Er auðvitað komin í frábæra vinnu og líður vel á Ísafirði.  En það er hollt að breyta til og prófa að búa erlendis og ég ætla auðvitað að koma aftur heim.  Smile  Reyndar eru allar líkur á því að ég muni stunda rannsóknir sem tengjast Íslandi og heimahögunum á einhvern hátt þannig að ég geri ráð fyrir að þurfa að koma heim reglulega vegna þeirra.

Já, frábærlega og skelfilegt, allt á sama tíma Tounge  Ég mun þó að sjálfssögðu gæta þess að finna húsnæði þar sem ég get a.m.k. komið fyrir dýnu á gólfinu og vænti þess að sem flestir kíki í heimsókn a.m.k. einhverntíma á þessum fjórum árum Wink

En nú er þarf ég að drífa mig í Tónlistarskólann að æfa mig ... nú verður ekki komist hjá því að taka stigspróf í vor fyrst ég er að fara.  Setti þrjú af lögunum sem ég mun spila á prófinu í spilarann hérna á síðunni, bara svona til gamans Whistling

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Til hamingju með þetta. Verður fínt að fá landsbyggðafræðing heim að námi loknu :)

Ekki veitir af! 

Vestfirðir, 25.4.2007 kl. 17:48

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Til hamingju.

Gestur Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 18:31

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Til hamingju

erlahlyns.blogspot.com, 26.4.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Bestu árnaðaróskir, góða Albertína. Ég veit að þú klárar þetta allt með sóma.

Hlynur Þór Magnússon, 26.4.2007 kl. 13:23

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til hamingju kona góð - þú átt eftir að standa þig með sóma

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband