Örstutt

Til að staðfesta hreyfingu dagsins - skokkaði frá Eyrargötunni inn í Bónus - nokkuð nett (ca 3 km).  Veðrið hefði reyndar getað verið girnilegra, 3°C og rok, auk þess sem ég er ekki frá því að það hafi lent á mér nokkur snjókorn líka, jájá, þið lásuð rétt, nokkur snjókorn.  Hins vegar þegar ég labbaði út úr Bónus (nýtti auðvitað tækifærið og verslaði) var komin hálfgerð rigning, sem síðan varð ekkert úr. 

Var annars að tala við vinkonu mína í Noregi og fékk tölvupóst frá Svíþjóð.  Þar mun vera +20°C og ég verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að svo væri hérna líka.  Ég hugga mig við að það eru 14°C núna í Aberdeen þannig að ég fæ vonandi að njóta svona góðs vorveðurs næsta vor Cool

Annars er eiginlega ekki hægt að kvarta undan veðrinu hérna þó það mætti vera hlýrra.  Síðustu vikur hafa verið alveg ótrúlega góðar - alveg þangað til núna þessa helgina Smile  Er meira að segja farin að hallast að því að vorin séu uppáhaldsárstíminn minn.  Allt einhvernveginn að vakna úr dvala eftir veturinn og ef maður leggur vel við hlustir þá má heyra hvernig allt titrar af spenningi fyrir sumrinu.  Á þessum tíma verður maður líka enn meðvitaðari um alla litlu hlutina sem gleðja mann og hjálpa til við að gleyma öllu öðru. - Sólin sem skín inn um gluggann, ís með dýfu, sms og símtöl frá góðum vinum, bréf og tölvupóstar, gulur blýantur með strokleðri, lagið sem minnir þig á síðasta sumar, brumið á trjánum og litlu blómin sem gægjast upp úr moldinni. 

Vona að þið hafið líka e-ð smátt að gleðjast yfir á þessu sunnudagskvöldi Happy

P.S. takk kæru vinir fyrir allar góðu kveðjurnar sem ég fékk varðandi Háskólann í Aberdeen og eins aðstoðina við aðhaldið Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband