Skokk dagsins

Jebb, var að koma inn úr skokki dagsins - fór líklega ca 4 km og tók svo 50 magaæfingar.  Er þvílíkt ánægð með hvað ég get skokkað alltaf meira og meira í hvert skipti.  Ökklinn er reyndar farinn að kvarta svolítið á kvöldin, en ekkert alvarlega þó.  Hef meiri áhyggjur af litla vöðvanum undir ilinni sem er farinn að kvarta svolítið, er stífur og leiðinlegur.  En ég læt svoleiðis ekkert stoppa mig.  Nota bara Voltaren gel og þá er það búið Wink  Ef þið kannist við svona vandamál og hafið fundið lausn, þá megið þið endilega láta mig vita.  Annars er á mörkunum að vera of kalt til að skokka úti - ef þið sáuð e-n bolta rúlla eftir gangstígnum þá var það að öllum líkindum ég, dúðuð í peysu, hettupeysu og vindjakka.

Annars ósköp lítið að frétta - Bíð bara spennt eftir að kosningabaráttunni ljúki, ég er orðin alveg hreint innilega þreytt á spjallþáttum og skoðanakönnunum.  Ég er kannski ein um það en mér hefur fundist þessi kosningabarátta snúast um e-ð allt annað um málefnin.  Hún hefur fyrst og fremst snúist um fjölmiðla og skoðanakannanir.  Hvernig er það annars, eruð þið búin að kynna ykkur stefnuskrár allra flokka? 

Ég verð líka að taka undir það með Grími Atlasyni bæjarstjóra í Bolungarvík að við höfum ekki fengið nógu skýr svör frá framboðunum hvað þau vilja gera til að hjálpa okkur að byggja upp Vestfirði.  Það framboð sem gefið mér þau svör undanbragðalaust gæti jafnvel fengið mitt atkvæði á laugardaginn Halo 

Hvað um það, þó ég sé enn að hlægja af sögunni af frambjóðandanum sem hélt því fram að hagvöxtur á Vestfjörðum væri í raun jákvæður þar sem íbúum hefði fækkað svo og gleymst hefði að taka inn í fækkun íbúa í útreikninginn í -6% hagvextinum, þá hlakka ég mikið til að þessari kosningabaráttu ljúki - Þá kemur í ljós hvaða framboð kunni að nota fjölmiðlana og skoðanakannanirnar best - eða hvaða framboð hafði vit á að forðast fjölmiðlana hvað mest og þegja og fá flest atkvæði að þökkum Whistling 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Þú verður bara að hlaupa hraðar, þá hlýnar þér! Ef ég kvarta undan einhverjum vöðvum er mér nú yfirleitt bara sagt að teygja á þeim... Það er alveg hægt að teygja á iljunum þó það sé kjánalegt :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 7.5.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Já, prófaði einmitt að teygja á iljunum áðan - ætla að halda því áfram og sjá til hvernig það virkar    Annars er það alveg rétt að það er alveg ótrúlegt hvað það heldur á manni hita að hlaupa - ég verð þó að viðurkenna að mér líkar betur við að hlaupa fáklæddari í meiri hita heldur en dúðuð í mörg lög af fötum

Albertína Friðbjörg, 7.5.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Góðir skór skipta öllu máli... svo er ekki gott að skokka á malbiki

Arnfinnur Bragason, 7.5.2007 kl. 23:07

4 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Þú ert óheyrilega dugleg.

Og ég tek undir með Arnfinni. Skokkaðu á grasinu við hliðina á gangstéttinni ef þú kemur því við.  

erlahlyns.blogspot.com, 7.5.2007 kl. 23:33

5 identicon

Já alveg sammála þér og Atla...hvað ætlar hver flokkur að gera varðandi landsbyggðina?? Vil fá svö um það!

bendi á sniðuga síðu sem þó er meira í gamni gerð jahh að ég held:
www.xhvad.bifrost.is

Ótrúlega dugleg að skokka og gera magaæfingar :) Ég ætla að byrja í síðasta lagi jan 2008 ;)

Kveðja
HH

Halldóra Harðar (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband