Þriðjudagur, 8. maí 2007
Örstutt að venju
... frá skokki dagsins. Fór stutt í dag, fór nefnilega þannig að þegar ég labba út þá rakst á á vinkonu mína sem var að labba með hundana sína. Ég labbaði auðvitað með henni svolítinn spöl og endaði í te og þurrkuðum ávöxtum heima hjá henni. Ég hins vegar hljóp til baka eftir tebollann, fór ca 1 km og tók svo 50 magaæfingar í garðinum.
Þakka hins vegar allar góðu ábendingarnar varðandi ilina. Stefnan er sett á morgun í skóbúðina að kaupa smá innlegg. Er nefnilega í þessum líka fínu skóm, en held ég þurfi bara smá stuðning við ilina. Svo er það auðvitað rétt sem þið bentuð á, það er víst ekkert sérlega hollt að hlaupa á malbiki. Ég er hins vegar núna orðin algerlega háð því að fara út að skokka eftir vinnu eða á kvöldin. Í byrjun gerði ég þetta með hálf hangandi hendi, bara því ég kunni ekki við að ljúga því á blogginu að ég hefði farið. Núna er þetta hins vegar orðið algert "must" að fara út, þó ekki sé nema bara stutt eins í kvöld. Ipod-inn er líka algerlega að gera sig - ekkert skemmtilegra en að fara út að skokka með góða tónlist, nema hugsanlega með góðum vin/konu að spjalla við.
Er reyndar alvarlega að íhuga að ganga skrefinu lengra og kaupa mér lóð til að setja á úlnliðina eða ökklana, bara til að fá enn meiri þjálfun út úr þessu. Ætla að kíkja í "nýju" Hafnarbúðina á morgun og skoða verð og útlit og allt það.
Annars er ósköp lítið að frétta. Nóg að gera í vinnunni að venju og enn er ég að æfa á fullu fyrir stigsprófið, hvenær svo sem það verður en það gengur víst e-ð erfiðlega að fá prófdómara. En svona til gamans þá tók ég upp þegar ég var að æfa mig á laugardaginn og ef þið smellið hér þá getið þið hlustað á mig spila æfingu eftir Czerny. Endilega kommentið á hvort þið haldið að ég muni ná prófinu ... afsaka léleg hljóðgæði - ekkert fullkomnustu græjur í heimi sem ég var að nota - gaman að prófa þetta samt
Athugasemdir
Omg, píanóupptakan er æði! Rosalega ertu fær
erlahlyns.blogspot.com, 10.5.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.