Albertína og góðu hugmyndirnar...

Já, eins og ég sagði ykkur frá í gær þá langaði mig voðalega mikið að fá mér svona lóð á fæturna eða hendurnar til að auka erfiðið aðeins.  Eftir vinnu í dag á leið í tónlistarskólann þá fékk ég þá snilldar hugmynd, að því er mér fannst þá, að koma við í Hafnarbúðinni - sem ég og gerði.  Þar keypti ég lodamyndeftir smá vangaveltur pakka með 2x1kg lóðum í.  Lóðin eru með frönskum rennilás þannig að þau mynda hólk utan um annað hvort ökkla eða handleggi - voða flott og sniðug!  Ákvað s.s. að 1kg væri alveg nóg til að byrja með, fyrir utan að það munaði 1000 kr á þessum og næsta fyrir ofan (1,5kg).  Ekkert nema gaman af því.  Ég skrópaði á kóræfingu og fór svo í tónlistarskólann til að æfa mig.  Var þar í rúman klukkutíma eða til að verða sjö.  Þá fór ég og leitaði matar og spjallaði svo aðeins við ömmu áður en ég lagði af stað í skokkið - já, með nýju lóðin. 

OMG! Úff, ég var næstum búin að gefast upp nokkrum sinnum á leiðinni en neinei, ég dröslaði sjálfri mér áfram og skokkaði sem áður u.þ.b. 2/3 leiðarinnar og fór um 4 km.  Hafði verið að hugsa um að fara lengra áður en ég fór af stað, en þar sem ég var algerlega búin á því þá ákvað ég að gera í staðinn 10 auka magaæfingar, gerði s.s. 60 magaæfingar.  Fjúff, hverjum hefði grunað að það munaði svona mikið um saklaus kíló á sitthvorum fætinum?! Woundering

Hvað um það, það var enn jafn skemmtilegt að skokka, og já, ég virðist vera búin að finna lausn á ilinni, keypti svona geldót til að setja í hælinn og þetta var allt annað líf Smile  Annars er ég svo algerlega búin á því akkúrat núna að ég er komin í náttfötin og ætla að hafa það gott það sem eftir er kvöldsins ... finnst ég eiginlega alveg eiga það skilið fyrir að hafa ekki gefist upp Wink

Er held ég búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa á laugardaginn en ég get deilt því með ykkur að það verður sko ekki XD eftir heimsókn herra samgönguráðherra í morgun - ótrúlegur málflutningur hjá XD gegn Framsóknarflokknum og öðrum flokkum reyndar.  Ráðherra gaf það í skyn (og ekki fyrsti frambjóðandi XD sem ég heyri gera það) að sjálfstæðisflokkurinn hefði verið einn í ríkisstjórn síðustu kjörtímabil og allt væri þeim að þakka ... tja, fólk er þá greinilega svakalega ánægt með ríkisstjórnina (XD) miðað við fylgið sem þeir eru að fá - en aldrei er neitt sem fer úrskeiðis eða er ekki nógu gott þeim að kenna, nei, þá eru það vondu stjórnarandstöðuflokkarnir eða ráðherrar framsóknarflokksins sem er um að kenna... já, takk fyrir að hjálpa mér að ákveða mig Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeminn hvað þú ert dugleg í skokkinu og því öllu :)
Gaman að lesa þetta þá finnst mér eins og ég sé að hreyfa mig smá ;) En já flott æfing á píanóið og þú rúllar upp þessu prófi ekki spurning.

Kveðja
HH

Halldóra Harðar (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

B og D hafa hjálpast að við að klúðra málum síðustu of mörg árin. Eða eru kannski allir ánægðir með ástandið? Nóg pláss á sjúkrahúsum og elliheimilum, passlega mörg fátæk börn, passlega langur biðlisti á BUGL, fullt af áhugaverðum störfum í boði á landsbyggðinni, passað upp á að skila náttúrunni vel með farinni til næstu kynslóða og svona. Og ekki má gleyma því hvað það er gaman að vera á "lista hinna staðföstu þjóða" eða hvað hann nú heitir. Bara allt í gúddí er það ekki? Ég er svo sannarlega líka búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa...!

En þú ert nú samt dugleg í skokkinu  Væri til í að prófa að hlaupa með svona lóð einhvern tíma, örugglega fáránlega erfitt... Og sammála því að iPod er nauðsynlegur, annars er ekki hægt að hlaupa.

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Hmmm... ætlaði nú eiginlega ekki að tjá mig um þetta á þínu bloggi... Undskyld!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Halldóra:  Takk fyrir það   Ég vona bara að prófið eigi eftir að ganga jafn vel   Ég sé að ég verð þá bara að vera enn duglegri við að hreyfa mig til að taka út smá af hreyfingunni þinni líka, svona á meðan svona stendur á hjá þér 

Hrefna:  Ég er alveg sammála þér, það er mjög margt sem þarf að gera betur og þú mátt tjá þig um þetta eins mikið og þú vilt á blogginu mínu, er ekkert viðkvæm fyrir því  

Albertína Friðbjörg, 10.5.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband