Og það var þögn...

Ég hef verið löt við að skrifa síðustu daga.  Reyndar hefur það nú fyrst og fremst komið til vegna anna.  Á föstudaginn eftir vinnu fór ég í tónlistarskólann og mætti svo um kvöldið á undirbúningsfund vegna kosninganna sem, eins og frægt er orðið, voru daginn eftir.  Ég var nefnilega í kjördeild á laugardaginn - mjög gaman. 

Á laugardagsmorguninn kl. 9 mætti ég ásamt fleirum í kjörsstjórn upp í Íþróttahúsið, Torfnesi þar sem kjördeildir á Ísafirði voru.  Það var því ekki mikið sofið út þann daginn.  Þarna var ég meira og minna til kl. 23 um kvöldið.  Þaðan var haldið heim til að sækja birgðir fyrir kvöldið.  Framsóknarmenn á svæðinu hittust heima hjá Ingu og Kristjáni og var þar heilmikið fjör.  Á meðan tölurnar sýndu enn Herdísi inni þá héldum við nokkur yfir til sjálfstæðismannanna sem voru með kosningavöku í Straum.  Svo var kíkt örstutt aftur til framsóknarmanna áður en haldið var niðureftir til Vinstri-grænna, þar sem ég er ekki frá því að hafi verið mesta fjörið.  Þaðan var haldið á Krúsina, með stoppi á Langa Manga auðvitað.  Á Krúsinni var mikið dansað - brenna allri óhollustunni sem hafði einkennt daginn.  Ég var ósköp þæg og góð og var komin heim um fjögur. Fékk far ásamt Tinnu og Gylfa hjá góðhjartaðri ungri stúlku.  Það kom sér alveg sérstaklega vel þar sem bæði var óhuggulega kalt miðað við árstíma og ég hafði orðið fyrir smá óhappi á ballinu - hælar og hopp og að vera með rist á fóti fyrir hoppandi fólki er ekki sniðugt FootinMouth

Á sunnudaginn naut ég þess að sofa út eftir annasaman laugardag.  Já, eins og þið tókuð kannski eftir þá skrópaði ég í skokkinu á föstudag og laugardag vegna kosningavinnunar en ætlaði að vera svaka dugleg og labba extra-langt í gær.  En nei, var mín bara ekki haltrandi um svæðið vegna ristarinnar sem var með kúlu og þá þegar byrjuð að skipta litum.  Þannig að eftir tilraun til að labba af stað var ákveðið að líklega væri heppilegast, upp á áframhaldandi skokk í vor, að leyfa fætinum að jafna sig.  En ég vona að mér fyrirgefist þetta Halo

Svo var það bara vinna í dag og svo verður haldið í tónlistarskólann ... loksins að skýrast hvenær prófið verður og lítur allt úr fyrir byrjun næstu viku.  Leyfi ykkur að fylgjast betur með því þegar nær dregur Smile

Annars var ég að hugsa um að skrifa e-ð gáfulegt um kosningaúrslitin en veit eiginlega ekki hvað segja skal.  Ég veit þó tvennt:  1.  Ömurleg útkoma fyrir konur í Norðvestur-kjördæmi eins og Matthildur Helgadóttir og Hlynur Þór Magnússon hafa nú þegar fjallað mjög ágætlega um og leyfi ég mér að vísa bara í færslur þeirra varðandi þetta mál.  2. Framsókn á alls ekki að fara í áframhaldandi stjórnarsamstarf með sjálfstæðisflokknum.

Meira á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Vona að þú jafnir þig í fætinum sem fyrst og getur haldið upp fyrri hlaupaiðju. Annars er bara að fara í skaðabótamál við tramparann. Það gróir áður en þú giftir þig var oft sagt við mig....

Það væri óskandi að það væru fleiri framsóknarmenn eins og þú

Arna Lára Jónsdóttir, 14.5.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband