Sól, sól skín á mig ...

Já, í gær mátti finna litlar vísbendingar hér og þar um að sumarið væri að koma.  Það var örlítið hlýrra en hefur verið undanfarið, sólin skein, fólk gekk um götur bæjarins með ís, sumarstarfsfólk er farið að sjást í fyrirtækjum, trén farin að laufgast og já, flugurnar eru farnar að láta kræla á sér á ný eftir alltof langt kuldaskeið - það er verst að spáin bendir til kulda á ný um helgina Shocking

Það er e-ð voðalega lítið að frétta þessa síðustu og verstu.  Ég fór auðvitað út að skokka í gær ... alveg ótrúlegt hvað úthaldið tapast við jafn stutta pásu og ég tók Smile Ég ætlaði að mæla vegalengdina, en steingleymdi því auðvitað.  En fyrir þá sem þekkja til þá fór ég að heiman, út Seljalandsveginn, snéri við hjá Brúó og fór eftir göngustígnum úteftir til mömmu og pabba þar sem kvöldmaturinn beið.  Ég fór auðvitað að æfa mig í gær, fer og æfi mig á píanóið á eftir og á morgun og hinn og hinn eða alveg fram að prófi sem verður væntanlega/vonandi í byrjun næstu viku.  Það er sum sé stíf dagskrá þessa dagana - vinna, tónlistarskóli, skokk. 

Annars á mamma afmæli á morgun, við litla systir lögðumst í leiðangur í dag að finna afmælisgjöf og ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með niðurstöðuna hjá okkur, vona að mamma verði það líka Wink  

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband