Föstudagur, 8. júní 2007
Jibbí, helgin er að koma
Kominn föstudagur enn og aftur. Plön helgarinnar breytast stöðugt. Í kvöld verður smá grill og rólegheit.
Á morgun er málþing vegna Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar um Auðlindir og lífsgæði sunnan Djúps, haldið á Þingeyri frá kl. 10 til 15 - endilega mætið ef þið hafið ekkert að gera Um kvöldið er svo planið að mæta á stórtónleika og dansiball í Edinborgarhúsinu. Það verður eflaust meira fjör en á málþingið, eða reyndar ekki meira heldur öðruvísi fjör
Á sunnudaginn verður svo brunað á Strandir til að skrifa undir samstarfssamning sveitarfélaga um menningarmál. Heim aftur seinna um daginn og einhverntíma á þessum tíma, frá deginum í dag fram á mánudagsmorgun þarf ég að búa til glærur í afbrotafræði fyrir Háskóla Unga fólksins. Hlakka mikið til kennslunnar enda verður þetta án efa virkilega skemmtilegt, pinku stress með glærurnar ... en þetta reddast
Hvað um það, akkúrat núna er ég að velta fyrir mér hvað ég á að grilla í kvöld. Hvernig hljóma ananas-kjúklinga-vasar? Eða e-ð af þessu? En ég er a.m.k. ákveðin í að gera S'mores.
Svo eru það auðvitað drykkirnir - hvernig hljómar Rommpúns frá Bahamas? Eða Öskubuska? Já, eða er Cosmo málið??
Athugasemdir
Vá, ein sein að skoða bloggið..
S'mores er æði! Hlakka til að taka fleiri grill eftir klausturdvölina mína að Hólum..
Kveðja úr raungreinaendanum!
Sigga (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.