Flott veður, flott fólk, flottur staður

Helgin var hreinlega alveg hreint jafnvel enn betri en ég átti von á. 

Á föstudaginn mætti liðið í grillveislu - sjá myndir:

maí-júní-025

maí-júní-019   maí-júní-027               

Já, Ísafjörður er aðalstaðurinn.  Ég þurfti hins vegar að vakna snemma á laugardagsmorguninn, mætti á málþing um Aðalskipulag Ísfjarðarbæjar á Þingeyri.  Þar var ansi fámennt, verður einfaldlega að viðurkennast, en fyrirlestrarnir voru góðir og margt sem kom á óvart.

Á laugardagskvöldinu fór ég í súpersmáréttateiti til Tinnu og Gylfa áður en við héldum öll á frábæra stórsveitartónleika.  Fílingurinn í nýja Edinborgarhúsinu var svakalegur og lífið barasta nokkuð gott.  Pælingin hafði verið að fara líka á ball, en þegar farið var að nálgast balltíma eftir tónleikanna þá ákvað ég að nóg væri komið og fór heim - nokkuð sem ég var virkilega fegin með þegar ég vaknaði morguninn eftir.  Ég þurfti að vakna ágætlega snemma til að keyra til Hólmavíkur eða þ.e. Sauðfjárseturs á Ströndum vegna undirritunar menningarsamnings á milli sveitarfélaga á Vestfjörðum.  Eftir alveg stórskemmtilega undirritun og alveg hreint frábært kökuboð (ef þið eigið leið hjá í sumar þá mæli ég alveg tvímælalaust með að stoppa í kaffi og kökur).  Þar sem Aðalsteinn þurfti að erinda e-ð á Hólmavík ákvað ég að nýta tímann vel og skellti mér að skoða Galdrasýninguna sem var virkilega góð og mjög áhugaverð/fróðleg.  Þetta er tvímælalaust skyldustopp fyrir þá sem ekki hafa kíkt - og reyndar hina líka Wizard 

Svo var það bara vinna í gær, auk þess sem ég var að kenna í Háskóla unga fólksins í gær og í dag, rosa gaman - frábærir krakkar, björt framtíð Smile 

Fór svo að labba í góða veðrinu áðan, hitti Brynju Huld frænku á förnum vegi og við tókum góðan göngutúr saman... hér má sjá tvær myndir úr göngutúrnum, fleiri myndir komnar í myndirnar mínar Wink  Í fyrramálið er það svo umhverfisnefndarfundur og auðvitað vinnan, vonandi gott veður og góður göngutúr og dagurinn er fullkomnaður Cool 

   júní-008                                                   júní-003


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband