Bjarkalundur er málið í sumar

Já, fór í alveg stórfína ferð með Önnu Guðrúnu formanni Fjórðungssambandsins á fimmtudag og föstudag.  Við brunuðum yfir á Patró á fimmtudagsmorgunin, fórum á fund þar og héldum svo á Reykhóla á annan fund.  Eftir allan þennan akstur vorum við ekkert lítið svangar og fórum þess vegna og fengum okkur að borða í Bjarkalundi og það var einu orði sagt ... tja, ég get varla lýst því í einu orði, en maturinn var snilldarlega góður.  Ég fékk mér lasagna og ítalskan súkkulaðirétt - vá vá vá!!  Þjónustan var líka frábær, virkilega góð og já, held að Bjarkalundur sé tvímælalaust skyldustopp í sumar LoL  Mæli alveg sérstaklega með ítalska súkkulaðiréttinum!

Á leiðinni á Tálknafjörð var þetta líka flotta veður í Breiðafirðinum - tók slatta af myndum.  Við gistum svo í góðu yfirlæti á gistiheimilinu Bjarmalandi á Tálknafirði - flottur staður, góð aðstaða og flott þjónusta.  Þetta var virkilega góð ferð, þó alltaf sé best að sofa í eigin rúmi og gott að koma heim Smile

Annars er gaman að segja frá því að lífið gengur sinn vanagang og ósköp lítið að frétta.  Stefni á að skreppa suður helgina 29.júní-1.júlí að gera lítið sem ekki neitt.  Er að fara á fund á laugardagsmorgninum, en er annars á lausu þannig að endilega bjallið ef þið verðið í borginni og langar að hittast Wink

júní-050

Sjáið þið Örninn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég fékk mér eitt stk hammara í Bjarkarlundi þegar ég kom vestur um daginn...Bara góður ;)

Sjáumst í RVK eftir rúma viku.

Halldóra Harðar (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Sé hann fyrst að þú segir að þetta sé örn ;)

Ég verð í byen a.m.k. hluta af þessari helgi, fer svo austur. Kannski við sjáumst :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 19.6.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband