Þriðjudagur, 26. júní 2007
Hvað skal rannsaka?
Ég er í óvenjulegum vandræðum. Tja, kannski ekki "óvenjulegum" en ég er að reyna að venja mig af að nota blótsyrði smátt og smátt og þetta var fyrsta orðið sem mér datt í hug
Aftur að vandræðunum. Ég er búin að vera að hugsa og hugsa og velta fyrir mér og velta fyrir mér síðustu daga og vikur hvað mig langar að rannsaka og skrifa um í vetur. Fyrir þá lesendur sem ekki vita það þá er ég að fara í byggðarannsóknir í Aberdeen í vetur og þar sem ég er að fara í rannsóknarnám þá þarf ég að finna mér e-ð sniðugt rannsóknarefni sem fyrst. Vandamálið er bara að byggðamálin eru svo gríðarlega víðfemt viðfangsefni að ég á í mestu vandræðum með að velja einhverja eina spurningu til að svara. Ég sendi prófessornum nokkrar hugmyndir í gær, en er samt enn ekki orðin algerlega sátt og ákvað því að leita til ykkar lesendur góðir og athuga hvort þið hafið ekki e-r góðar hugmyndir um hvað gæti verið þarft að rannsaka í tengslum við byggðamál?
Þannig að ef ykkur dettur e-ð sniðugt í hug, endilega setjið það í komment hér við færsluna eða sendið mér t-póst
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.