Komin heim á ný

Þá er ég komin heim á ný eftir yndislega dvöl á Hesteyri.  Nældi mér reyndar í hálsbólgu og kvef fyrir norðan, en ég krosslegg bara fingur og vona að það gangi yfir hratt og vel. 

Dagarnir á Hesteyri liðu alltof hratt.  Mamma og pabbi voru í gönguferðum alla daga með gönguhóp á meðan ég tók því rólega.  Fyrsti dagurinn fór að hluta til í að lesa nýjustu Harry Potter bókina - var mjög ánægð með hana og skil sátt við Harry - en seinni hluta dags labbaði ég á móti hópnum sem var að koma frá Aðalvík, labbaði rétt upp á Sléttuheiðina þar sem ég hitti þau og snéri þá til baka og labbaði með þeim heim á Hesteyri.

n670702259_226118_2844Næsta dag á eftir var labbað í rólegheitunum inn á Heklu (Stekkeyri) þar sem við skoðuðum gömlu verksmiðjuna.  Á leiðinni til baka var gengið upp á Höfða (skylduganga eins og gangan inn á Heklu). 

n670702259_226176_8786Þriðja daginn gekk hópurinn yfir í Miðvík.  Ég rölti hins vegar um svæðið - gekk upp á Höfða aftur og þar fyrir ofan.  Naut þess að vera ein í náttúrinni.  Hitti meðal annars lóu sem hafði mjög gaman af að láta taka myndir af sér Wink 

Í gær var síðan heimför.  Við mamma nýttum þó góða veðrið um morguninn og gengum upp fyrir ofan húsin í áttina að Aðalvík, en þar hefur leiðinda lúpína tekið sér bólfestu, okkur til mikillar skelfingar.  Vopnaðar hníf og plastpoka réðumst við á lúpínuna og fjarlægðum fræin.  Eins og lúpínan getur verið falleg og allt það n670702259_226213_7955þá á hún einfaldlega ekki heima í náttúrunni á Hesteyri (eins og þið getið séð á myndunum).  Svo var öllu pakkað niður og húsið þrifið áður en brunað var heim.  Þegar heim kom skelltum við systkinin okkur í bíó á Harry Potter and the Order of the Pheonix - hin ágætasta ræma.

Hvað um það, er að reyna að hlaða inn myndunum sem gengur e-ð hægt þannig að þið verðið bara að fylgjast með - myndirnar koma seinna í dag ef allt gengur vel Smile

Update - Myndirnar eru komnar á netið.  Þær má sjá hér og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta eru fallegar myndir ,..

Anna Rósa (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég á Harry eftir...

Eru þarna underwater-myndir? Hvernig er það hægt? (spyr Erla sem á ekki einu sinni myndavél). 

Mér finnst þið ótrúlega duglegar að skera bara fræin í burtu ;) Þetta kallar maður að ráðast að rótum vandans. 

erlahlyns.blogspot.com, 6.8.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Eða enn betra: Ráðast á vandann áður en hann nær að festa rætur...

erlahlyns.blogspot.com, 6.8.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband