Og það varð þögn

Já, ég hef hreinlega ekki haft orku í að blogga síðustu vikuna.  Flensan lagðist svona líka harkalega á mig að með örfáum undantekningum þá lá ég meira og minna í rúminu nánast alla síðustu viku, eða fram á föstudag.  Ég kíkti þó á opnun Nýsköpunarmiðstöð Íslands á miðvikudaginn, gat einfaldlega ekki sleppt því.  Opnun var jafnvel áhugaverðari en ég hafði átt von á.  Þarna var bæði kynnt starfsemi NMÍ og svo verkefni nokkurra frumkvöðla/nýskapenda á Vestfjörðum, mjög áhugavert.

Helgin fór að sjálfsögðu í Mýrarboltann.  Það var bara skemmtilegt að fylgjast með þessu og enn skemmtilegra á matnum og ballinu á sunnudaginn. 

Annars er óvenju lítið að frétta af mér.  Er á fullu að leita að húsnæði í Aberdeen og rannsóknarspurningu að venju.  Styttist annars óðum í að ég flytji út - ca 6-7 vikur Whistling

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband