Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Andlitsbók
Ég er kolfallin fyrir netsíðu sem ég rakst á fyrir nokkru.
Ég er það kolfallin fyrir henni að ég ákvað að deila henni með ykkur.
Þessi netsíða sem ég er að tala um heitir Facebook og nær því að vera alveg ótrúlega skemmtileg og áhugaverð. Ég reyndi fyrir allnokkru að nota MySpace en gafst upp e-a hluta vegna. Ég fann mig einhvernveginn aldrei á MySpace. Svo ekki alls fyrir löngu fékk ég tölvupóst frá vinkonu minni þar sem hún bauð mér að skrá mig á Facebook. Pfff... hvað er það nú hugsaði ég, en ákvað að skoða þetta betur og núna örfáum vikum seinna er ég kolfallin.
Einfaldast er að segja Facebook vera einskonar vinakerfi. Þarna skráir maður sig inn undir raunverulegu nafni og getur tengist vinum sínum um allan heim. Gott dæmi um það er að meðal vina minna á Facebook er fólk sem ég kynntist í gegnum NCF og var í raun búin að missa tengslin við, en hef nú endurnýjað þau tengsl
Annað sem er skemmtilegt við Facebook eru hóparnir. Ég er til að mynda búin að skrá mig í hópinn "MH-ingar" sem eru fyrrverandi og núverandi nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ég er í hópnum February 17 þar sem þeir sem eiga afmæli 17. febrúar kynnast öðrum sem eiga afmæli sama dag. Ég er í hópnum Oscar Wilde for everyone þar sem rætt er um bækur Oscars Wilde og fleira honum tengt. Ég get haldið lengi áfram.
Þessir hópar sem ég sagði frá hér fyrir ofan hafa merkilegt nokk nú þegar komið sér vel fyrir mig. Eins og fram hefur komið áður þá er ég að flytja til Aberdeen. Ég var búin að fá inni á Stúdentagörðum í borginni og var eðlilega forvitin um staðinn sem ég var að flytja á. Ég ákvað því að prófa að slá inn nafninu á stúdentagörðunum inn í leitarreitinn á Facebook og viti menn, ég fann hóp af fólki sem átti það sameiginlegt að hafa búið á sömu görðum og ég hafði komist inn á. Gleði mín yfir þessu minnkaði reyndar örlítið þegar ég áttaði mig á því hvað hópurinn hét; Elphinstone Halls survivors. E-ð fannst mér nafnið á hópnum gefa það til kynna að ég þyrfti að kynna mér málið betur og reyndist það lítið mál. Ég hafði einfaldlega samband við stjórnanda hópsins í gegnum Facebook og hún gaf mér mjög ítarlegar upplýsingar um hvernig húsnæðið væri og annað slíkt. Til að gera langa sögu stutta þá er ég þessa dagana að leita mér að leiguhúsnæði á einkamarkaðnum.
Þetta var aðeins stutt lýsing á hvað felst í notkun þessarar síðu, t.a.m. sagði ég ekkert frá öllum aukahlutunum sem eru bara skemmtilegir!! Fyrir þá sem eldri eru þá er hér dæmi um hversu útbreidd þessi síða er orðin er að fyrir skömmu var þessi stórskemmtilega grein sem heitir "Old Friends on Facebook" birt í Time.
Hvað um það, Facebook er bara sniðugt tól til að hafa samband við gamla og nýja vini og ég hvet ykkur til að skoða síðuna Ef þið ákveðið að skrá ykkur þá endilega leitið mig uppi á Facebook og skráið ykkur sem vini mína
Athugasemdir
Hæ Albertína!
Guðrún hér :) Ég les reglulega hjá þér bloggið. Ástæðan fyrir því að ég "kem út úr skápnum" núna er að vinur minn (vinnufélagi systur minnar) er að fara að flytja til Ísafjarðar. Hann er að fara að vinna við e-ð í sambandi við háskólafjarnám ef það klingir e-m bjöllum :/
Alla vega datt mér bara í hug að hafa samband við þig þar sem þú veist jú allt um Ísafjörð ;) Hann er allur í menningunni og listum sko og þarf nauðsynlega að komast í góðan félagsskap, þekkir nefninlega engan á Ísafirði greyið. Verst að þú verður nú örugglega akkúr flutt þegar hann kemur. Ég held hann flytji í byrjun október... hann getur kannski fengið að leigja íbúðina þína?? Alla vega, má ég gefa honum e-mail adressuna þína?
Guðrún Rútsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 21:03
Ég fór og skoðaði Facebook... rosalega sniðugt :-D
Ég skráði mig og er að skoða þetta á fullu :-) Þetta er miklu flottara en MySpace
Linda Pé, 15.8.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.