Aksturshelgin mikla

Síðustu dagar hafa verið örlítið undarlegir, skipst á skin og skúrir - eins og oft er. 

Í þessum rituðu orðum er ég að bíða eftir að klukkan nálgist þrjú til að ég geti farið og sótt litlu systur í vinnuna, en við ætlum að bruna af stað til Reykjavíkur (á löglegum hraða þó) um leið og hún er tilbúin.  Í Reykjavík verður stoppað stutt í þetta skiptið, keyrum af stað til Akureyrar snemma í fyrramálið en Þórunn Anna er að flytja þangað og er að fara að læra lögfræði við háskólann þar.  Svo á eftir að koma í ljós hvort ég keyri aftur til baka á morgun eða hvort ég geri það á sunnudaginn og hvort ég komi við í Reykjavík á leiðinni til baka eða ekki - kemur í ljós síðar Wink

Það verður þó stutt stopp á Ísafirði því ég kem aftur til Reykjavíkur í næstu viku til að fara í jarðarför.  Hversu lengi verður stoppað í Reykjavík á eftir að koma í ljós. 

Annars er ég ekki frá því að ég sé farin að hlakka til að fara til Aberdeen.  Ég er reyndar enn að leita að húsnæði, en það eru ákveðnar blikur á lofti hvað það varðar og ég vonast til að íbúðarmálin skýrist strax í næstu viku.  Ég steig þó stórt skref í gær þar sem þá var gengið frá flugmiðakaupum.  Það ætti því að vera óhætt að gera það opinbert að ég mun fljúga til Glasgow í Skotlandi þann 18. september næstkomandi. 

En nú styttist í brottför, best að henda restinni af dótinu í bílinn Tounge

Myndir og Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Auðvitað ertu farin að hlakka til, þetta verður mjög spennandi :) Sé þig vonandi áður en þú ferð út.

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband