Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
3 vikur til stefnu
Tíminn líður hratt, á gervihnattaöld og allt það. Það er allt samt sem áður ágætt að frétta. Eftir flakk síðustu viku þá er ósköp notalegt að vera komin heim og hafa nóg að gera í vinnunni. Annars er farið að styttast ískyggilega mikið í brottför mína af landinu, 21 dagur þangað til ég fer. Er orðin örlítið stressuð yfir húsnæðisleysinu og ef e-r býr svo vel að þekkja e-n í Aberdeen sem langar að leigja mér íbúð eða leyfa mér að dvelja í nokkra daga þangað til ég finn íbúð þá má sá hinn sami hafa samband í síma eða tölvupóst Skiljanlega finnst fólki óþægilegt að leigja með e-m sem það hefur aldrei hitt og þar sem ég er jú stödd örlítið langt frá Aberdeen, þá er oggulítið langt fyrir mig að fara til að hitta það Ég hef þó fulla trú á að þetta eigi eftir að reddast og bið ykkur um að krossa a.m.k. fingur með mér
Annars fékk ég örlítið sjokk í gær þegar ég áttaði mig á hversu lítill tími er til stefnu, ekki nema þrjár helgar og þar af er Fjórðungsþingið á einni þeirra og því lítið annað gert þá helgina nema að vinna. Það lítur því allt út fyrir að ég þurfi að fara að íhuga það að pakka. Gæti verið sniðugt ekki satt? Annars er hugmyndin að fara ekki með meira út en eina tösku og einn handfarangur og senda hugsanlega einn kassa með pósti - það væri ansi vel sloppið ekki satt?
En jæja, þetta er aðeins stutt í þetta skiptið - ætlaði að vera mjög gáfuleg og tjá mig aðeins um "ástandið" í Reykjavík sem mér finnst vera örlítið útblásið og afskræmt af gúrkutíð fjölmiðla og ofríki lögreglunnar í Reykjavík ... en það verður að koma seinna. Í staðinn getið þið hlegið af þessari mynd hér fyrir neðan sem ég hef nú þegar nýtt mér við ákvörðunartöku varðandi rannsóknarverkefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.