Þriðjudagur, 4. september 2007
2 vikur til stefnu - Gleðifréttir
Styttist enn meir í brottför. Nú get ég þau hreinskilnislega sagt að ég hlakka til þess að fara, þó ég muni sakna Ísafjarðar. Ástæða þess er einföld, ég er komin með húsnæði og þarf því ekki að búa á götum Aberdeen-borgar eins og leit út fyrir um tíma
Ég mun sem sagt leigja íbúð með enskri stelpu sem er á aldri við mig. Íbúðin er á besta stað í borginni, rétt við Union Street, sem er "Laugarvegur" þeirra Aberdeenbúa. Það er víst ca. 20 mínútna gangur í skólann, sem er mjög fínt upp á að losna við smá af þessu sumarspiki sem ég hef nælt mér í, en ég er að íhuga að kaupa jafnvel bara hjól þegar ég kem út, er það ekki voðalega breskt og háskólalegt?
Já, íbúðin komin og lífið er allt miklu bjartara fyrir vikið, þrátt fyrir veðrið sem virðist vera að hrjá flesta landsmenn í dag. Þessar tvær vikur sem eru eftir verða þó nokkuð strembnar, nóg að gera í vinnunni - margt sem ég þarf að skila af mér áður en ég hætti. Svo þarf ég að pakka pakka og pakka, er þó byrjuð á því - stefnan er sett á að taka eins lítið með og æskilegt er. Að lokum þarf ég auðvitað að kveðja vini og vandamenn áður en haldið verður til landsins skoska. Eftir það er framundan nýnemavika, koma mér fyrir í nýju húsnæði, afmæli, hitta prófessorinn minn í fyrsta skipti og kynnast nýju samfélagi - spennandi tímar framundan
Athugasemdir
Gott að þú ert komin með íbúð, til hamingju með það
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 5.9.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.