10 dagar til stefnu - Fjórðungsþing

Já, nú er ég stödd á Tálknafirði, í íþróttahúsinu nánar til tekið, á 52. Fjórðungsþingi Vestfirðinga.  Hér er fjöldi sveitarstjórnarmanna og annara gesta saman kominn til að ræða málefni fjórðungsins.  Ég er hér sem starfsmaður Fjórðungssambandsins og því meira en nóg að gera hjá mér.  Stefnan er sett á Ísafjörð að nýju seinni partinn á morgun. 

Ég hlakka mikið til að koma heim aftur, þó að Tálknafjörður sé nú reyndar einn af mínum uppáhaldsstöðum, en tómir kassar og fullt herbergi bíða mín heima.  Næstu dagar munu sem sagt fara í að pakka, vinna og kveðja, eins og áður hefur komið fram.

En jæja, vinnan kallar.  Meira síðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hr. Örlygur

Sæl Albertína,

Haukur Magnússon hér - geturðu sent mér línu á haukur@destiny.is?

Það væri rosa gott.

-haukur 

Hr. Örlygur, 11.9.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband