Örstutt

Sæl öllsömul,

 þetta er bara örstutt, svona til að láta vita að ég er á lífi.  Ég lagðist auðvitað í flensu þessa síðustu viku mína hérna á Ísafirði og er enn drulluslöpp, hóstakjöltrið að taka úr mér alla orku.  Ég er að eyða þessum síðasta degi mínum hér á Ísafirði í að pakka (já, það varð heldur lítið úr pökkun með hita og hósta) og fer fer suður í fyrramálið.  Býst við að taka því rólega fyrir sunnan og reyna að ná þessum flensudjöfli (afsakið orðbragðið) úr mér áður en ég held erlendis á þriðjudagsmorguninn, það eru því mörg plön fallin úr skorðum hjá mér Woundering  Ætlaði að nýta þessa viku þvílíkt vel til að hitta alla og kveðja en það varð e-ð lítið úr því.  En svona er lífið stundum, ég kem aftur um jólin og kveð ykkur öll almennilega þá í staðinn, það er nú heldur ekki eins og ég sé að fara mjög langt Wink 

En já, næsta blogg verður væntanlega frá Skotlandi þannig að bless í bili og hlakka til að "hitta" ykkur aftur Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kæra frænka!
Gangi þér rosa vel úti, hlustaðu bara á Bítlana, þá veistu ekki af því að þú sért ekki heima, þeir eru búnir að halda þvílíkt í mér dampinum hérna úti

 Bonne journe, kveðjur frá París 

Brynja Huld (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:11

2 identicon

Bara farin farin... gangi þér rosa vel að koma þér fyrir og að aðlagast nýjum aðstæðum....verst með flensuna!!

 Kveðja úr Háskólasetrinu

Þuríður Katrín (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Linda Pé

góða ferð, góða ferð, góða feeeeerð!!

Hafðu það gott í útlandinu

Linda Pé, 18.9.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband