Þriðjudagur, 2. október 2007
Komin með rannsóknarspurningu?
Ég tók því ósköp rólega um helgina. Naut þess að labba um miðborgina og skoða hana betur en ég hef gefið mér tíma til áður. Veðrið hefur auk þess snarlagast síðustu daga og í gær var sól og blíða og lítur út fyrir að það verði eins veður í dag - kvarta ekki undan því!
Reyndar gefst ósköp lítill tími til að njóta veðursins. Var inni allan gærdag að læra og verð það í dag líka - nýti þó tækifærið meðan veðrið er svona gott og labba heim úr skólanum. Annars er ég með gleðilegar fréttir! Ég held ég sé búin að finna rannsóknarspurningu sem ég get hugsað mér að vinna með í vetur Hún datt inn í kollinn á mér í gær og ég er búin að hugsa um hana stanslaust síðan þá, hún var í kollinum á mér þegar ég sofnaði og var enn þar þegar ég vaknaði í morgun - lofar góðu ekki satt? Ég á eftir að útfæra hana betur leggja hana fyrir prófessorinn minn og ef allt gengur upp þá byrja ég að vinna að spurningalistum og endanlegum útfærslum strax í vikunni.
En já, verð að halda áfram að læra. Meira síðar.
Athugasemdir
Hæ Albertína, til hamingju með þetta, verður spennandi að heyra hvað þú ert að pæla. Er sambandslaus því ég kláraði kreditið í símanum í gær og hef ekki getað fyllt á hann af því það er eitthvað bilað hjá Orange og þeir geta skráð kreditkort til að færa á. Þvílíkt rugl! Enda sennilega á að fara út í sjoppu og gera þetta með gamla laginu.
Kristinn (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.