Fréttir að utan

Jæja, þriðju vikunni minni að ljúka.  Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, aðeins 72 dagar þangað til ég fer heim í jólafrí Halo 

En já, þriðju vikunni minni í Aberdeen að ljúka og hlutirnir loksins farnir að gerast!  Ég er komin með rannsóknarspurningu, sem er ólýsanlega jákvætt og ég því farin að geta einbeitt mér betur að vinnunni - ólíkt þægilegra að einbeita sér að e-u einu í stað þess að vera lesa hitt og þetta og allt hálf stefnulaust. 

Til að gefa ykkur smá innsýn í verkefni dagsins þá er ég að lesa tvær greinar þessa stundina.  Önnur heitir "Q Methodology and Rural Research" (Sociologia Ruralis, April 2007) og hin heitir "Country Backwater to Virtual Village? Rural Studies and ´The Cultural Turn´" (Journal of Rural Studies, 1997).  Hvort þær eigi eftir að koma að notum við verkefnið verður að koma í ljós, en þær eru nokkuð áhugaverðar burt séð frá því.  Ég er s.s. þessa dagana að vinna að aðferðafræði fyrir rannsóknina mína og þessar tvær greinar, auk tuga annarra, eiga vonandi eftir að gefa mér e-r hugmyndir Wink

Annars er Aberdeen að verða skemmtilegri með hverjum deginum sem líður.  Í fyrsta lagi er ég loksins farin að tengjast fólkinu hérna í skólanum, sem er meira jákvætt en ég get lýst og í öðru lagi er ég komin í samband við Íslendinga hérna á svæðinu sem eru í ofanálag á mínum aldri og er það meira en lítið frábært ... ekki að Skotarnir séu ekki skemmtilegir, einfaldlega skemmtileg tilbreyting að fá að tala íslensku og tala um íslenska hluti LoL  Það hefur í rauninni verið eini gallinn við það að vera ekki í fyrirlestrum, erfiðara að kynnast fólki fyrir vikið.  En nú eru hinir sem eru á skrifstofunni minni farnir að koma úr sumarfríum og vettvangsferðum þannig að staðurinn er mun líflegri en hann var fyrstu tvær vikurnar. 

Svona til að gefa ykkur e-a hugmynd um hvernig þetta er þá er ég s.s. á skrifstofu með 6 öðrum.  Hvert okkar er auðvitað með sitt skrifborð og sína tölvu en í sama herberginu.  Það eru tvær aðrar svona skrifstofur fyrir doktors/rannsóknarnema í deildinni (landafræðideildinni) en þessi skrifstofa er stærst (fjögur skrifborð í hinum skrifstofunum).  

n670702259_350850_794 

Ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur það en byggingin sem ég er í heitir St. Mary's og sá hluti hennar sem ég er er gömul kirkja, nokkuð áhugavert.  En byggingin er s.s. samsett af þremur misgömlum byggingum og því alveg sérstaklega auðvelt að villast hérna.  Ekkert nema stigagangar hér og þar og hálfar hæðir hist og her.  Ég er þó komin á það stig að rata á skrifstofuna mína (sem er jákvætt), á kaffistofu kennara og rannsóknarnema, á skrifstofur Alisters og Lornu (prófessorar sem ég vinn með) og á klósettið (sem er virkilega jákvætt).  Lorna sagði mér reyndar að það væri e-r litakóði á göngunum sem ætti að hjálpa manni að rata, en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki náð að átta mig á þeim kóða enn ... en sjáum til, verð væntanlega orðin mjög klár í þessu öllu saman eftir árið.

Hvað um það.  Ég hef byrjað nokkrum sinnum á bloggum þar sem ég hef ætlað að segja frá Aberdeen og íbúum borgarinnar en alltaf gefist upp á fyrstu setningunni.  Það er fullt af hlutum hérna sem væri hægt að segja frá en þeir myndu hljóma allir svo klisjulega að ég hef eiginlega hætt við það.  En svona til að gera góðlátlegt grín af þeim þá fékk ég þennan tölvupóst í síðustu viku (þýtt yfir á íslensku) frá heilbrigðis- og öryggisfulltrúa deildarinnar:

"Eftir nýlegan fund í heilsu- og öryggisnefndinni vegna atviks sem átti sér stað í St. Mary's hef ég verið beðinn um að mæla með því við allt starfsfólk og alla nemendur að halda í handriðið þegar þeir fara upp og niður stiga byggingarinnar."

En já, föstudagsseinnipartur og allir farnir heim nema ég þannig að ég er að hugsa um að gera slíkt hið sama.  Meira síðar Smile

P.S. Anna Kristins svaraði NIMBY hárrétt en svona til fróðleiks fyrir helgina þá er BANANA = Build Absolutely Nothing Anywhere Near Anything eða Build Absolutely Nothing Anywhere Near Anyone. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt gott að frétta héðan og góða helgi.

Gunna Sigga (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Linda Pé

haha... fyndið bréf frá heilsu- og öryggisnefnd !

Linda Pé, 8.10.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband