Þriðjudagur, 23. október 2007
Um daginn og veginn
Já, það er orðið nokkuð síðan ég skrifaði hérna síðast. Hef svo sem enga almennilega afsökun fyrir því, aðra en að það er ósköp lítið að frétta af mér. Lítið annað gert en að vakna á morgnanna, fara í skólann, koma heim, fara að sofa
Fartölvan sem ég sagði frá í síðasta bloggi er komin sem er meiriháttar og ég verð að viðurkenna að ég er mjög ánægð með hana - netið í íbúðinni verður svo tengt á fimmtudaginn, jibbí!! Það verður án efa þvílíkur munur, auk þess sem ég get þá notað Skype-ið og msn-ið til að hringja heim sem er jú ólíkt ódýrara að nota en símann
Annars er ég bara á fullu þessa dagana að reyna að útfæra rannsóknina mína. Það lítur allt út fyrir að ég þurfi aðeins að breyta aðferðafræðinni og jafnvel minnka hana aðeins, verð víst að gera mér grein fyrir að ég hef bara eitt ár til að vinna þetta Þannig að akkúrat núna er ég að vinna SWOT greiningu á mismunandi leiðum sem ég get farið og þarf að senda fljótlega á prófessorana mína (Alister og Lornu) og svo hitta þau í fyrramálið og fara yfir málið. Hugsa að ég endi á að gera annað hvort bara könnun eða bara viðtöl, sjáum til.
En já, best að halda á ef ég ætla að ná að skila þessu inn á réttum tíma Stefnan er svo sett á Drekktu betur í kvöld með félagi landafræðinema - verður víst svaka fjör, prófessorarnir ætla víst margir að mæta og alveg slatti af postgrad nemum þannig að ég held að málið sé að láta sjá sig
Meira á fimmtudaginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.