Föstudagur, 2. nóvember 2007
Heimþrá vegna veðurs
Ég verð að vera hreinskilin - ég er illa haldin þessa daganna vegna heimþrár og get ekki beðið eftir að komast heim í desember Ég hef verið merkilega laus við heimþrá síðan ég kom hingað, en allt í einu kom þessi svakalega heimþrá yfir mig, bara núna í vikunni. Á ég að deila með ykkur af hverju? ... Jú snjórinn kom heima og mig langar í snjó
Svona að öllu gamni slepptu þá verð ég að taka það fram að mér líður ósköp vel hérna í Aberdeen og hef eignast góða vini hér Deildin mín er frábær, allir svaka indælir og meira að segja konurnar á nemendaskránni eru svaka fínar og gott að eiga við þær - aldrei neitt vesen, jafnvel þegar maður er með vesen Hins vegar er varla hægt að segja það sama um afgreiðslufólk í verslunum, það á það til að vera nokkuð hranalegt og mér er sagt að svoleiðis sé það bara Ég er reyndar alltof góðu vön og geri mér nú enn betur grein fyrir því hvað það eru ótrúlega mikil forréttindi að búa á Ísafirði þar sem ég get farið inn í verslun og fengið persónulega og umfram allt góða þjónustu
... Lagið úr Staupasteini kemur upp í huga mér um leið og ég skrifa þetta ... Where everybody knows your name, damm damm damm damm, and they're always glad you came, damm damm damm - You wanna be where you can see, our troubles are all the same, You wanna be where everybody knows Your name.
Já, ég hlakka svaka mikið til 9. desember næstkomandi Ég sakna fjölskyldunnar, vinanna, vinnunar og umfram allt Ísafjarðar! Þó mér líði vel hér, þá er Ísafjörður þar sem hjarta mitt er og ég held að þó ég eigi eflaust eftir að fara stundum í burtu, eins og núna, þá eigi ég alltaf eftir að snúa aftur.
Athugasemdir
Snjórinn er að fara það rignir og slabb hvað er gaman í því.
Gunna Sigga (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 15:45
úff ef maður fær ekki heimþrá af því að sjá þessa mynd þá er maður nú ekki alveg í lagi...en bara svo þú vitir það að þá er slabb í dag á ísafirði en sko og síðan þegar þú verður mætt að þá verður kominn des og þá verður fallegur snjór yfir öllu (eða við skulum allavegana panta það fyrir þig) :) :)
maría ögn (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 01:04
Takk fyrir hughreystinguna Hlakka mikið til að koma í snjóinn í desember og hitti ykkur báðar hressar og kátar þá!
Albertína Friðbjörg, 3.11.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.