Mánudagur, 5. nóvember 2007
Bonfire Night
Ég fór fyrr í kvöld ásamt Heather, Tom og fleirum á svokallað Bonfire Night niður á strönd. Fyrir þá sem ekki eru inn í breskum hefðum þá er Bonfire Night tengt atburðum sem gerðust 5. nóvember 1605 í London, þegar Guy nokkur Fawkes reyndi að sprengja upp þinghúsið og konunginn með. Niður á strönd hafði safnast nokkur mannfjöldi - ekki ólíkt því sem gerist á góðri menningarnótt í Reykjavík og þarna stóðum við í kuldanum (já, það var mjög kalt og ég var vel klædd) og biðum spennt eftir flugeldasýningu sem búið var að auglýsa tölvuvert mikið.
Reyndar var mér sagt að þetta væri nú reyndar hálf falskt Bonfire Night þar sem það var engin brenna, þar sem er víst hefðin að brenna brúður á báli (Guy Fawkes). Þrátt fyrir kuldann og biðina þá var flugeldasýningin ágæt. Ég tók nokkrar myndir svona til gamans - tókust flestar miður vel, en hér fyrir neðan má sjá nokkrar.
Annars ósköp lítið að frétta í augnablikinu þannig að meira síðar
Athugasemdir
Remember, remember, the Fifth of November, the Gunpowder Treason and Plot.
hmmm Minnir mig bara á V for vendetta þegar þú minnist á guy fawkes....góð mynd.
Oddur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:35
Mig langar að sjá flugelda, og það sem meira er mig langar að skjóta þeim upp sjálf og finna lyktina af þeim og vera í áramótafíling í Fagraholti 2!
En með tímanum breytist allt og þið eruð flutt og allt barasta... :)
Ehm en hvað vildi ég segja, já frá síðustu færslu, skil vel gleðina yfir internetinu,- þú veist hvað ég gerði þegar ég fékk loksins netið á mánudaginn!
Brynja Huld (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.