Föstudagur, 9. nóvember 2007
Aldurinn
Þetta er stærsta frétt dagsins ... Nú þegar farið er að líða á seinni hluta 27. aldursárs míns þá verð ég að viðurkenna að það er alltaf örlítið gleðilegt þegar ég er beðin um skilríki, t.a.m. þegar ég kaupi áfengi. Ég lenti einmitt í því í dag þegar ég fór að versla í Morrisons Ég var voða kát og sýndi ökuskírteinið mitt - gleðin minnkaði þó þegar ég sá að afgreiðslustúlkan var hreinlega að spyrja alla sem voru að kaupa áfengi bæði á undan mér og eftir - greinilega löghlýðin stúlka. Þá hefur verið einskonar átak í gangi hérna í Aberdeen - auglýsingar um miklvægi þess að spyrja um skilríki í mörgum verslunum, sem er hið besta mál.
Annars er ósköp lítið að frétta héðan frá Aberdeen annað en að það er skemmtileg helgi að hefjast. Dagmar og Hrönn ætla að kíkja í mat í kvöld, líklega lærdómur á morgun og svo matur annað kvöld og svo lærdómur á sunnudag ásamt því sem mér er boðið í heimsókn til Heather vinkonu minnar að skoða nýju íbúðina hennar
Framundan er svo meiri lærdómur og svo Ísland eftir 30 daga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.