Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Stutt og ljóst
Stundum er einfaldlega tími til breytinga og sá tími var svo sannarlega kominn hjá mér Málið var nú þannig að hárið á mér hefur verið algerlega stjórnlaust síðan ég kom hingað út og var svo komið að toppurinn var orðinn ein krulla
Þar sem ég var orðin hundleið á að reyna að hafa stjórn á hárinu þá impraði ég á því við hana Dagmar vinkonu mína, sem svo vill til að er frábær hársnyrtir, að hún myndi kannski klippa mig við tækifæri. Það tækifæri var í gærkvöldi
Þar sem að ég vissi að tími væri kominn til breytinga gaf ég henni algerlega frjálsar hendur með klippinguna og þetta er útkoman, hvernig finnst ykkur?
Athugasemdir
Rosalega flott!!! Til hamingju með vel heppnaða breytingu.
kv.
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:54
Mjög fínt hár :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 13:01
Æðislega flott
Gunna Sigga (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 13:19
Mjög flott, fer þér vel.
Tinna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 18:09
Aðeins of miklir stallar, en annars mjög flott!
Sigurður Arnfjörð (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:28
Nýja "lookið" fer þér mjög vel
Kristrún (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.