Laugardagur, 17. nóvember 2007
Lærdómur ...
er það sem dagurinn í dag á að fara í - en einbeitningarskorturinn er að trufla Þar sem ég sit með tölvuna, búin að koma mér vel fyrir upp í sófa með hrúgu af útprentuðum greinum og aðra "hrúgu" af greinum í tölvunni þá lítur bloggið mun girnilegar út með hverri mínútunni sem líður. Planið er að reyna að lesa þær sem flestar þannig að ég geti skilað inn drögum af "literature review" á fimmtudaginn. Reyndar verða þetta aldrei meira en drög fyrr en ég kem til Íslands í desember þar sem að ég þarf að komast í íslenskar heimildir áður en ég get endanlega gengið frá þessum hluta rannsóknarinnar.
Vegna einbeitningarskortsins hafði ég hugsað mér að koma þó a.m.k. með e-ð fróðlegt og skemmtilegt blogg til tilbreytingar frá því að vera eingöngu að greina frá daglegum "ævintýrum" mínum hér í Aberdeen. En þar sem hugurinn er of mikið á flugi vegna greinalestrar verð ég að fresta því aðeins, eða þar til ég næ að koma smá reiðu á hugsanir mínar
Síðustu dagar hafa að mestu farið í lærdóm og rólegheit. Fór reyndar með Hrönn og Dagmar á útsölu í Boots (hlóum reyndar að því eftir á - sjáið þið fyrir ykkur að eyða fimmtudagskvöldi á Íslandi í apótekinu?) Í gær skrapp ég svo aðeins í búðir á Union Street. Keypti reyndar ósköp lítið spennandi en fékk nokkrar góðar hugmyndir að jólagjöfum sem verða keyptar á næstu vikum, áður en ég fer heim í desember. Talandi um jólagjafir þá eru jólalögin farin að hljóma í verslunum og annars staðar - kannski ekkert skrýtið að þessi einbeitningarskortur sé í gangi við lærdóminn Ég held mig þó hér heima fyrir við þá reglu að spila ekki jólalög fyrr en 1. des eða fyrsta í aðventu, hvor sem kemur á undan. Ég ætla þó að taka smá pásu frá lærdómnum á morgun þegar kveikt verður á jólaljósunum á Union Street með skrúðgöngu, jólasvein og látum. Er það ekki alveg afsakanlegt að taka smá pásu fyrir slíkan atburð?
Annars held ég að ég láti þetta duga í bili og fari að halda á við lærdóminn - meðan ég man þó, til hamingju lið Ísafjarðarbæjar í Útsvari - ég horfði spennt á þáttinn í beinni á ruv.is, frábær þjónusta hjá RÚV!
Að lokum, takk kærlega fyrir kommentin við síðasta blogg kæru vinir - viðurkenni að ég er að fíla mig vel með nýju klippinguna og ekki skemmdu athugasemdir ykkar fyrir
Meira síðar.
Athugasemdir
Voða ertu orðin fín og sæt með nýja hárgreiðslu
Já ég skil vel sporin sem þú ert í núna....maður Á að vera að LESA..... en veraldarvefurinn er miklu meira spennandi.....eða eiginlega er ALLT annað meira spennandi en skólabókalestur á prófatímum
Meira að segja dett ég iðulega í þann gírinn í vorprófum að finnast gömul fölnuð laufblöð í blómabeðunun heima hjá mér ROSA spennandi...... geturðu greint þetta fyrir mig!!
Þuríður Katrín (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.