Laugardagur, 24. nóvember 2007
Í fréttum er þetta helst ...
- Það eru 15 dagar þangað til ég kem heim.
- Ég er að koma heim til að vera, mun aðeins fara í styttri heimsóknir til Aberdeen í vetur til að hitta prófessorinn en annars vera heima og vinna að rannsóknni minni.
- Ísafjörður er algerlega besti staður í heimi.
- Aberdeen er líka fín, en Ísafjörður betri
- Ég á eftir að sakna nýju vina minna hér heilmikið, en ég mun hitta þau reglulega í heimsóknunum mínum.
- Hlakka til að losna við þetta ljóta BT símadrasl sem hefur aðeins gert líf mitt leitt síðan ég kom hingað og er alltaf e-ð bilað.
- Hef smá áhyggjur af yfirvigt í fluginu heim
- Er búin að borða of mikið af klementínum í dag, en þær bara eru svo hrikalega góðar á þessum árstíma og ég get ekki hætt
- Langar svaka mikið til að vera í Mosó á morgun í skírninni hjá litlu "no name" stelpunni en ég verð með í anda
- Ætla núna að rífa mig upp úr letinni, taka til í íbúðinni svo það verði allt fínt og glansandi þegar Tina kemur heim á morgun og fara svo að lesa fleiri heimildir fyrir rannsóknina mína ...
Meira síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.