Föstudagur, 30. nóvember 2007
Mamma bjargar deginum
Fékk pakka að heiman í gær
Í honum voru tvö jólasveinadagatöl á ensku, sem ég ætla að gefa annars vegar meðleigjanda mínum og hins vegar krökkunum sem ég er með á skrifstofu.
En mamma hafði auðvitað laumað í hann karamellusúkkulaðiplötu líka sem bjargaði gærdeginum, því hvað er betra en íslenskt súkkulaði til að aðstoða við lærdóminn?
Takk mamma!
Athugasemdir
haha...ég sendi vinkonu okkar úti í Manchester líka svona dagatal, bara á þýsku...svaka sniðugt...
Ísak Pálmason, 1.12.2007 kl. 11:26
Langaði bara að segja hæ, það styttist alltaf í að þú komir heim
Kristrún (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 16:11
Hvað er betra en pakki að heiman... :) Ekki margt held ég.
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 1.12.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.