5 dagar og fækkar

Dvöl mín hér í Aberdeen er svo sannarlega farin að styttast í annan endann og er orðið ljóst að mér mun svo sannarlega ekki þurfa að leiðast síðustu dagana.  

Síðasta vika hefur hins vegar verið af erfiðari toganum, lærdómur frá morgni til nætur.   Í stuttu máli má segja að ég hafi vaknað 7 á morgnanna og farið að sofa um eitt, tvö leytið á nóttunni, frá því snemma í síðustu viku og alveg þangað til í gær Smile  Ástæðan fyrir þessu var svo sem góð, en ég var að skrifa einn fræðikaflann í rannsókninni minni sem átti að skilast á morgun.  Ég ákvað hins vegar, þar sem ég sá fram á langar kveðjustundir og miklar pakkningar í þessari viku, að leggja aðeins meira á mig og drífa í að klára þetta og tókst það loks á sunnudaginn.  Eins og leiðbeiningar um ritgerðarskrif segja til um þá lagði ég kaflann svo í bleyti þangað til í gærkvöldi og lagfærði þá það sem mér fannst mega betur fara og skilaði svo efninu til prófessorsins áðan LoL 

Það er því mikil gleði hjá mér í dag - búin að skila af mér og pakkningar framundan það sem eftir er dagsins, ásamt því að skreppa í Costco með Hrönn vinkonu Smile  Á morgun er það svo hádegismatur með Regínu og sækja gleraugun og fá linsur og hugsanlega e-ð fleira.  Á fimmtudaginn er stefnan svo sett til Inverness á smá fund, verður samt bara stutt skrepp, þangað og hingað aftur. 

Svo hitti ég prófessorinn minn á föstudaginn og fer á námskeið um critical appraisal of the literature sem deildin mín stendur fyrir.  Um kvöldið eða á laugardeginum fer ég svo að öllum líkindum í mat til Hrannar og Flórents og já, svo þarf ég að vakna temmilega snemma á sunnudeginum og taka lest til Glasgow um kl. 9.30 eða 11.28 - er ekki alveg búin að ákveða Smile  Þá er áætluð brottför frá Glasgow kl. 20.35 og áætluð lending á Keflavíkurflugvelli kl. 22.55.  Ég get ekki neitað því að ég hlakka alveg hrikalega mikið til Grin

En jæja - best að fara og dunda sér við pakkningar yfir jólatónlist Happy 

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband