2 dagar og hlutirnir gerast hratt

Ég sit hér uppi í skóla og bíð með hjartað í buxunum eftir að hitta prófessorinn minn klukkan tvö.  Ástæðan fyrir stressinu er að við ætlum að fara yfir kaflann sem ég sendi inn fyrr í vikunni. 

Annars er kvíðinn blandinn tilhlökkun, því að eftir fundinn þá fer ég heim til Hrannar og Flórents þar sem við ætlum, ásamt Dagmar og Geir og öllum börnunum að hlusta á jólalög og setja saman piparkökuhús  ... ef það verður ekki gaman, þá veit ég ekki hvað!  Í kvöld ætlar Hrönn svo að bjóða okkur upp á svaka flottan mat, enda verður þetta líklega síðasta kvöldið okkar saman í Aberdeen, a.m.k. í bili Smile 

Tími minn þessa dagana fer einkum í að kveðja mann og annan og að pakka.  Ég skrapp reyndar í stutta heimsókn til Inverness í gær, sem var bara gaman.  Virkilega flott og skemmtileg borg sem ég mæli tvímælalaust með, hvort sem er fyrir lengri og styttri heimsóknir.  Svo skaðar ekki að hún er skammt frá Loch Ness og því ekki erfitt að slá tvær flugur í einu höggi Wink

Það er annars mikil tilhlökkun eftir sunnudeginum, mikið verð ég fegin þegar ég verð búin að drösla farangrinum mínum alla leið heim til Möggu frænku, þar sem ég ætla að gista. 

En jæja, þarf að undirbúa mig fyrir fundinn Whistling

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Góða ferð heim :) Sjáumst örugglega bráðum!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 8.12.2007 kl. 19:58

2 identicon

Heyrdu tad ma samt ekki haetta ad blogga to svo tu sert kominn heim.

Bestu kvedjur fra Aberdeen.

Hronn (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband