Í dag er glatt í döprum hjörtum

Mikið er desember fallegur árstími, jafnvel þegar vantar snjóinn eins og núna.  Ég hef þó fulla trú á að á aðfangadag láti jólasnjórinn sjá sig og hlakka til að horfa á hann falla LoL 

Það hefur ýmislegt á daga mína dirfið síðustu daga.  Vinnan stendur upp úr að venju, en ég er einnig búin að fara á messuæfingu í Holti í Önundarfirði, en ég er að fara að organistast þar á Jóladag og Nýársdag Joyful  Þrátt fyrir örlítið stress þá finnst mér alltaf gaman að spila jólalög og enn meira gaman að spila þegar fólk syngur með.  Ég verð þó að viðurkenna að lagið með sama nafni og fyrirsögnin ná þessu bloggi er að valda mér töluverðum vandræðum ... en með smá æfingu ætti ég þó að ná að spila það án þess að þurfa að skammast mín mikið á jóladag Whistling

Jólagjafirnar eru allar keyptar nema ein og flestar orðnar innpakkaðar og á bara eftir að merkja þær og svo keyra út á aðfangadag.  Ég gerði hið árlega jólachillihlaup áðan og er hlaupið núna að kólna og krukkurnar bíða eftir að verða merktar og skreyttar.  Jólatréð verður fundið á morgun og svo er það bara biðin eftir jólunum sem tekur við og aðeins meiri tiltekt að venju.

Annars er lítið að frétta af mér.  Mig langar þó að biðja ykkur um örlítinn greiða svona að lokum, lesendur góðir.  Ef þið vitið af eða fréttið af lítilli íbúð til leigu hér á Ísafirði (Eyrinni eða efri bæ) sem gæti hentað mér, þá megið þið endilega láta mig vita!!  Síminn hjá mér er 848 4256 Wink

Meira síðar.

P.S. Takk Hrefna Katrín!  Ekki skrýtið að það gangi illa að æfa lagið þegar ég get ekki einu sinni farið rétt með nafnið Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Nú = Í dag...

Gangi þér vel að æfa þig svo þú gerir þetta nú sómasamlega... ;)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 22.12.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband