Gengið um vetrar-undraland

Það er víst tímabært að reyna að rífa mig upp úr þessari bloggleti sem hefur hrjáð mig síðan ég kom heim.  Það hefur einfaldlega verið svo frábært að vera komin heim og alveg meir en nóg að gera á þessum tíma þannig að tölvan og bloggið hefur svolítið setið á hakanum. 

Jólin voru yndisleg að venju, takk kæru vinir og fjölskylda fyrir frábærar gjafir.  Tími minn hefur að mestu leiti farið í leti og matarát, en ég fór þó yfir í Holt í Önundarfirði á Jóladag og átti þar skemmtilega stund með fólkinu þar.  Þrátt fyrir töluvert stress og já, meira stress, þá gekk betur en ég hafði þorað að vona að organistast.  Ég meira að segja komst tiltölulega skammlaust í gegnum „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ sem ég var mjög ánægð með Smile  Tími minn annan í jólum fór að mestu í að liggja í leti og lesa og um kvöldið horfði ég svo á vidjó með familíunni sem var virkilega notalegt. 

Í gær og í dag hefur það hins vegar verið vinnan sem hefur ráðið völdum, nema hvað að ég skellti mér á Drekktu Betur í gærkvöldi með vinkonunum.  Í kvöld er svo planið að skemmta sér með stelpunum.

Annars er fullt af frétta af mér, en ég er að hugsa um að geyma það fram yfir áramót ... Wink  Mig langaði þó að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók í göngutúr með litlu systur á annan í jólum.  Þær má skoða með að smella hér.

n670702259_555092_5932

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðileg jól og til hamingju með styrkinn. Þú ert vel að þessu komin.

Níels A. Ársælsson., 28.12.2007 kl. 21:05

2 identicon

Æðislegar myndir hjá þér. Ég þarf greinilega að taka upp símann og hringja í þig þegar ég hef losnað við alla gestina og fá fréttir af þér.

Bestu kveðjur frá Aberdeen

Hronn og co. (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband