Mánudagur, 31. desember 2007
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Það er lítið eftir af árinu nú þegar þessi orð eru skrifuð. Klukkan farin að ganga fjögur á gamlársdag og lítið eftir nema að skella sér í sturtu og búa sig fyrir kvöldið.
Árið sem er nú að líða hefur verið mér gott. Ég hef verið í vinnu sem er bæði krefjandi og skemmtileg, ég flutti erlendis og kom heim aftur, kynntist fullt af nýju fólki, ég átti yndislegar stundir á Hesteyri í sumar og ... já, gæti talið margt upp eftir þetta árið.
Annars bættist einn nokkuð ansi skemmtilegt við árið í síðustu viku og í raun áðan. Ég er s.s. komin með hús hérna á Ísafirði á leigu til að búa í hér á Ísafirði Húsið er nú reyndar ekki mjög stórt, en það er virkilega æðislegt og akkúrat það sem ég var að leita að. Fyrir þá sem þekkja til hérna á Ísafirði vita væntanlega um hvaða hús ræðir þegar ég segi að ég sé að fara að búa í Turninum, Aðalstræti 21 nánar tiltekið Það er akkúrat passlega stórt fyrir mig og það er líka á fullkomnum stað, stutt til mömmu og pabba, stutt í vinnuna og stutt á kaffihúsin. Þetta voru stóru fréttirnar. Fékk það afhent áðan og stefni á að flytja smátt og smátt í vikunni
Frekari fréttir verða að bíða næsta árs. Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir góðar samverustundir á árinu sem er að líða og hlakka til að hitta ykkur á því nýja.
Meira síðar.
Athugasemdir
Gleðilegt ár kæra Albertína - og takk fyrir gott samstarf og kynni á árinu sem er að líða. Gangi þér allt í haginn.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.12.2007 kl. 16:07
Til hamingju með húsið og gleðilegt árið.
Það er hrikalega kúl að búa í turninum!
Kveðja
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 2.1.2008 kl. 22:22
Gleðilegt ár Albertína !
Tek undir með Þórdísi, að það er kúl að búa í Turninum Til lukku með það
Linda Pé, 4.1.2008 kl. 09:58
gleðilegt ár Albertína og takk fyrir samstarfið í gegnum árin
En gaman að þú sért búin að fá hús...og það svalasta húsið í bænum
Ísak Pálmason, 6.1.2008 kl. 18:38
Gleðilegt nýtt ár Albertína. Ég var með þér í sálfræðinni og fylgist reglulega með blogginu þínu. Það var gaman að fylgjast með þér í Skotlandi og til lukku með að vera flutt aftur vestur þar sem greinilegt er að hjarta þitt slær. Kveðja frá Árósum.
Kristbjörg Þórisdóttir, 7.1.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.