Flutningar og kennsla

Ég hef verið algerlega á hvolfi síðustu daga.  Í fyrsta lagi hef ég verið að flytja sem tekur alltaf merkilega mikinn tíma og orku og í öðru lagi þá var ég að byrja að kenna við frumgreinadeild Háskólaseturs Vestfjarða á laugardaginn, ensku og tölvufræði, og tók það heilmikinn tíma bæði að undirbúa mig og kenna Smile  Þrátt fyrir örlítið stress þá gekk kennslan held ég ágætlega Happy  Nemendurnir voru a.m.k. mjög áhugasamir og skemmtilegir og ég hlakka til að vinna með þeim í vetur. 

Ég gerði svo heilmikinn skurk í að taka upp úr kössum í gær með dyggri aðstoð litlu systur (sem á heiður skilinn fyrir alla hjálpina!) og svaf fyrstu nóttina í nótt.  Ég svaf mjög vel og átti helst örlítið erfitt með að vakna í morgun Halo  Það hafa margir spurt mig um draumfarir mínar síðustu nótt, en ég verð að viðurkenna að ég man þær ekki nógu vel til að segja frá þeim að öðru leiti en því að þær voru góðar. 

Það hefur sem sagt verið meira en nóg að gera hjá mér síðustu daga og er ekkert útlit fyrir að það róist nokkuð á næstunni.  Ég hef lúmskan grun um að næstu vikur verði nokkuð annasamar og er það líka hið besta mál.  En nú verð ég að halda áfram að undirbúa kennsluna á morgun og fara yfir próf Wink

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband