Kaup á kaup ofan

Ég steig stórt skref í vikunni Smile 

Ég keypti mér ískáp og ég held ég hafi aldrei hikið annað eins við kaup eins og við kaupin á þessum ískáp.  Þetta var e-ð svo mikil fjárfesting, þrátt fyrir að vera reyndar töluvert ódýrari en tölvan mín, en þetta er hlutur sem á að duga mér næstu árin og svo ótrúlega margt sem þarf að ákveða/athuga með áður en ískápurinn sjálfur er keyptur.

- Stærð - 85cm eða 122cm (lítið hús sem ég bý í) Grin

- Hvaða tegund??

- Frystihólf eða ekki frystihólf? - hversu mikilvægt er að hafa möguleikann á að eiga ís og
klaka og frosinn mat og og?

- Útlit skápsins - Hvítur eða ekki hvítur? hmm... viðurkenni að hér var nú ekkert vandamál um að ræða - eingöngu hvítt í boði - sem var svo sem liturinn sem mig langaði í Tounge

- Orkuflokkur - A, B, C, D, ARG

- Hávaðamengun?

Jájá, ég viðurkenni að þetta var nú kannski ekki svo flókið mál Joyful  En samt sem áður, ekki á hverjum degi sem maður fjárfestir í svona dýrum hlut. 

Ég endaði á að kaupa mér 122 cm, 154 lítra, Amica, hvítan, með 38 lítra frystihólfi, orkuflokkur A, lítil hávaðamengun.  Hljómar vel ekki satt?  Reyndar verð ég að hrósa þjónustunni - ég fór í búðina og borgaði ískápinn og ég var varla komin heim, liðu kannski 4 mínútur, og þá var ískápurinn kominn í eldhúsið hjá mér Wink

n670702259_638666_5726n670702259_638667_5982

Hvernig lýst ykkur á hann? - Jájá, veit það er ekki mikill matur þarna enn en ætla að bæta úr því í dag LoL

En ég stoppaði ekki þarna í kaupunum.  Í tilefni þess að vera komin með ískáp, þá varð ég auðvitað að kaupa e-ð til að fagna því Blush  Það var þó ekki jafn mikill kostnaður og já, myndu jafnvel teljast vera nokkuð góð og sniðug kaup.  Ég hreinlega stóðst ekki freystinguna og keypti mér tvær uppskriftabækur Wink 

Ég ákvað að þær væru ekki síður góð fjárfesting, svona samhliða ískápnum, enda ætlunin að vera dugleg að bjóða fólki í mat.  Önnur bókin heitir ... svona í tilefni þess að ætla að koma sér í form ... Healthy food og hin, út af því að salöt eru í uppáhaldi hjá mér, heitir Super salads.  Ég fletti í gegnum þær í gærkvöldi og vá, hvað ég hlakka til að prófa þessar uppskriftir Happy 

Þið sem eruð ekki á Ísafirði verðið að vera dugleg að kíkja í heimsókn svo að ég geti boðið ykkur í mat Wink

Svona að lokum - þá er hér mynd úr innflutningspartýinu um daginn - hluti af veitingunum sem voru í boði Smile

n670702259_638665_5346

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Til hamingju með ísskápinn! Það er auðvitað alveg nauðsynlegt að hafa frystihólf - ómögulegt að geta ekki átt ís! Og ég skal svo sannarlega koma í mat til þín í sumar :)

En healthy food segirðu... Það er bara beikon, egg og áfengi í ískápnum þínum!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Takk takk Hrefna Katrín   Ég hlakka mikið til að fá þig reglulega í mat í sumar!!  Hvað varðar matinn ... þá hefði ég eiginlega átt að bíða aðeins og taka mynd af ískápnum núna, nýkomin úr Bónus - ekkert nema grænmeti og ávextir

Albertína Friðbjörg, 3.2.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Frábær ísskápur! Og frábær grísinn í innflutningspartýinu :)

Hvað hollar uppskriftir varðar mæli ég með: http://www.cafesigrun.com/

erlahlyns.blogspot.com, 4.2.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Linda Pé

til hamingju með fjárfestinguna

sætur grís !

Linda Pé, 4.2.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband