Mánudagur, 11. febrúar 2008
Orðlaus
Ég er orðlaus yfir ansi mörgu þessa dagana. Ég er orðlaus yfir framkomu Vilhjálms Þ. í dag. Ég er orðlaus yfir skrifum Björns Bjarnasonar og framkomu hans gagnvart Sigurði Líndal sem hefur verið að skrifa frábærar greinar í Fréttablaðið að undanförnu. Ég er orðlaus yfir 6°C hitanum sem á að vera á fimmtudaginn og ég er að lokum hálf orðlaus yfir þessum endalausa vindi að undanförnu - hvar er Ísafjarðarlognið? Já, ég er einfaldlega orðlaus
Annars eru skemmtilegir tímar framundan. Ég á afmæli á sunnudaginn, sem er alltaf gaman. Hvort e-ð verði gert í tilefni dagsins kemur í ljós síðar. Svo styttist óðum í páskana og Skíðavikuna og Aldrei fór ég suður sem verður auðvitað bara fjör, ætla ekki allir að mæta? Svo í byrjun maí verður Fossavatnsgangan og risastórt blakmót sömuleiðis. Ég sé aðeins fjör framundan jafnvel enn lengra fram í tímann því þegar Fossavatnsgangan er búin þá er einfaldlega komið sumar og Hrefna Katrín mætir á svæðið
En já, afmæli á sunnudaginn og verð ég þá 28 ára gömul. Ég held að 28. aldursárið verði jafnvel enn betra en það 27., hef góða tilfinningu fyrir þessu öllu saman. Finnst aðallega merkilegt að febrúar sé nú þegar hálfnaður - tíminn líður alltof hratt. Ef e-r hefur áhuga á að vita þá verð ég að deila með ykkur að efst á óskalistanum mínum fyrir þetta afmæli er Senseo kaffivél Hef komist að því að það er hálfgerð skylda þegar maður býr svona miðsvæðis að eiga alltaf kaffi og þar sem mér finnst Senseo kaffið merkilega gott þá er hún líka tilvalin þegar maður býr svona einn
Að lokum, takk fyrir góð ráð og skemmtileg komment við síðustu færslu Viðurkenni að það var nettur pirringur í gangi þegar færslan var skrifuð. En hef núna fylgt ráði Önnu og mmm.... friður
Meira síðar.
Athugasemdir
Já, fjörið byrjar á fullu eftir Fossavatnsgöngu, ekki fyrr! Öfund öfund öfund.... Ekki veit ég hvernig ég á að fara að því að sitja heima og læra Fossavatnsgönguhelgina, það verður ekki gaman...
Blog.is fær prik fyrir góða aðstoð - ég sendi póst og spurði hvernig ég gæti losnað við að hafa auglýsinguna yfir blogginu mínu og fékk svar fljótt með réttu trixi :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 12.2.2008 kl. 17:46
Hvað segiru? Partý á helginni í Turninum??? ;)
Marta, 13.2.2008 kl. 23:39
Til hamingju með afmælið vinkona! Skemmtu þér vel í dag og ég vona að það verði frábært að vera 28 ára :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 17.2.2008 kl. 12:43
Til hamingju með afmælið þann 17.
Halla María (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.