28 ára og tveggja daga ...

Jæja, búin að eiga afmæli! Takk kærlega fyrir góðar kveðjur Smile

Búin að eiga góða helgi og já, úff hvað það er erfitt að eiga afmæli Cool

Það voru rólegheit á föstudaginn, snilldar partý í boði (Mysterious) Mörtu á laugardagskvöldið (takk Marta!) og svo var það 'rice and shine' á afmælisdaginn til að baka og taka til með aðstoð litlu systur.

Þar sem húsið sem ég bý í er ekki það stærsta í heimi þá ákvað ég að taka afmælisboðið í tveimur skömmtum; fjölskylduboð seinni partinn og svo nokkrir vinir um kvöldið. Ég fékk frábærar afmælisgjafir – sem allar voru skemmtilega litaðar af nýja heimilinu – frábæra og yndislega kaffivél frá mömmu og pabba (takk takk takk), box undir kaffipúða og mini-pússl frá litlu systur og litla bróður, litla og ótrúlega spennandi matreiðslubók frá Sillu, Pétri og co., salatskálar frá Jóhönnu, Nonna og co., rosa flotta skál í safnið frá Lóu og co. og að lokum desilítramál og rosaflottar mæliskeið frá Dóru Hlín, Hálfdáni Bjarka og Lísbeti. Takk öllsömul fyrir frábærar gjafir og góðar stundir! Já, overall frábær afmælisdagur og lífið er gott Joyful

Hlakka til helgarinnar og að hún verði búin og já, styttist í páskana! Hvet ykkur til að fylgjast með á heimasíðu Skíðavikunnar og heimasíðu Aldrei fór ég suður ... Ætla ekki allir að mæta vestur um páskana?! Endilega látið mig vita ...! Wink

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

(Ég gerði þrjár tilraunir við ruslpóstvörnina! Summan af átta og sautján? Greinilega of flókið fyrir mig eftir að ég kláraði menntó...)

Anyway, gaman að heyra í þér á afmælisdaginn, flottar gjafir, hlakka til að koma í kaffi í Turninn þegar ég kem heim frá Pareeeee!

Því miður kem ég ekki vestur um páskana, eins og þú veist, mun þó reyna að fylgjast með málum á veraldarvefnum ef það verður broadcast eins og síðustu ár!

Brynja Huld (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Til hamingju með afmælið

kveðja

Skafti Elíasson, 27.2.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband