Sunnudagur, 2. mars 2008
og það snjóar ...
Mikið finnst mér yndislegt þegar það snjóar á veturna Mér finnst það töluvert skemmtilegra heldur en slabb og rigning en viðurkenni að ég myndi ekki slá hendinni á móti sól og sumaryl heldur ...
En hvað um það. Ég átti góða en stutta ferð til Reykjavíkur á fimmtudaginn. Flaug heim eftir stutt stopp á Reykjavíkurflugvelli á föstudagsmorguninn. Var ansi heppinn þar en ekkert var flogið frá þeirri vél og þangað til í morgun
Á föstudagskvöldið skellti ég mér á frumsýningu LMÍ á Rocky Horror Picture Show sem var vægast sagt skemmtileg! Ég mæli með þessari metnaðarfullu sýningu sem ég held að geti bara batnað frá frumsýningu. Gaman að bæta því við að það verða þrjár sýningar um páskana þannig að það er engin afsökun fyrir að skella sér ekki. Krakkarnir mega eiga það að þetta var mjög vel heppnuð sýning. Búningar, söngur, leikur og síðast en ekki síst frábær hljómsveit. Þetta er auðvitað mjög vel þekkt stykki sem þau réðust í þessa Sólrisuna og erfiður samanburður við myndina sem langflestir hafa séð e-tíma um ævina en þau stóðu a.m.k. undir mínum væntingum, þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað ekki verið fullkomið - en satt best að segja þá langar mig eiginlega til að fara aftur og sjá þetta hjá þeim, svo skemmtilegt var þetta
Í gær var ég svo í rólegheitum þangað til við systkinin réðumst í að moka snjó af svölunum hjá mömmu og pabba ... mjög skemmtilegt og aðkallandi verkefni ... en snjóþyngslin á svölunum voru orðin já, talsverð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
En svefninn kallar ...
... meira síðar!
Athugasemdir
Hæhæ. Langt síðan ég hef skoðað bloggið þitt. Hvað ertu að kenna og hvar? Svo langar mig að vita hvað þér finnst um stóriðju á Vestfjörðum, með eða á móti?
Eyrún E (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.