Er Ísafjörður málið eða hvað?

Það hefur verið merkilega mikið lítið að gera síðustu daga Halo

- Mér tókst að fá bráðaofnæmi ... fyrir e-u sem ég veit ekki hvað er - en það er að lagast. 
- Vinna
- Lærdómur
- Vinna

Af öðrum hlutum þá fór ég á alveg hreint frábæra fámenna tónleika í gærkvöldi.  Ótrúlegt tónlistarfólk sem við eigum hérna á svæðinu!  Þarna tóku lagið Mugison, Mysterious Marta og Birgir Olgeirsson og voru þau hvert á sinn hátt öðru betra Smile

Mugison er auðvitað alltaf flottur og tók hann í þetta skiptið nokkur af lögum sínum "unplugged" ásamt Rúnu og voru þau langt frá því að vera síðri svona órafmögnuð Happy

Mysterious Marta var bara flott!! Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyri almennilega í henni spila. Hafði einu sinni heyrt eitt lag í partýi og svo tók hún nokkur lög með Svavari Knúti á Edinborgarhúsinu um daginn, en vá, Marta - Hlakka mikið til að heyra þig spila á Aldrei fór ég suðurWink  Tvímælalaust meðal efnilegra tónlistarmanna á Íslandi held ég sveimér þá ...

Birgir Olgeirsson var líka góður í gær - sérstaklega fannst mér síðasta lagið sem hann tók (sem ég held að sé frumsamið) flott - skemmtilegur texti og Biggi er auðvitað bara ótrúlegur söngvari Smile

En talandi um Aldrei fór ég suður og Skíðavikuna ... ætlar fólk ekki að mæta á svæðið?! (Sjá skoðannakönnun hér til hliðar).  Dagskrárnar lofa góðu og ég held mér sé óhætt að segja að Ísafjörður verði málið um páskana (að venju).  Stærsta vandmálið verður að raða saman dagskránni þannig að maður hafi e-n tíma til að sofaWhistling

Eyrún ... endilega bjallaðu ef þú kemur vestur um páskana Cool

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Albertína! Svefn og matur eru stórlega ofmetin fyrirbæri ;) Glaumur og gleði, skíði og fjör - það er málið!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 6.3.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Marta

:D Takk fyrir Albertína!!! :D

Marta, 7.3.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband