Þriðjudagur, 18. mars 2008
Fyrir ykkur sem eruð að fara að keyra vestur á næstu dögum
Á sunnudaginn keyrði ég ásamt mömmu og pabba og litlu systur frá Ísafirði í Borgarnes og aftur til baka. Ástæðan fyrir þessum skemmtilega sunnudagsbíltúr var, eins og hjá svo mörgum á þessum árstíma, fermingarveisla.
Veðrið var hreint út sagt yndislegt og tók ég nokkrar myndir sem leið lá um Vestfjarðakjálkann því til sönnunar.
Fleiri myndir má sjá hér.
Annars er það bara tilhlökkun til Skíðaviku og Aldrei fór ég suður sem ræður ríkjum.
Meira síðar!
Athugasemdir
Fallegar myndir. Við keyrum vestur á morgun, ég hlakka til.
Kristrún (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 01:26
Virkilega flottar myndir hjá þér Albertína. Djúpið er yndislegt á svona fallegum degi. Verð að sýna mági mínum þetta sem "lagði það á" sig og sína fjölskyldu að koma keyrandi vestur í fermingarveislu bróðurdóttur sinnar. Hugsaðu þér allt sem hann fær í kaupbæti: Aldrei fór ég suður og alla menninguna hér vestra um páskana sem ekki er upp á sitt besta í höfuðstaðnum á þessum árstíma:)
Sólrún Geirsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.