Miðvikudagur, 26. mars 2008
Páskar, apríl, maí
Páskarnir voru nokkuð nálægt því að vera frábærir. Tókst reyndar að fljúga á hausinn og merjast og teygjast en það var sem betur fer á síðasta degi og skemmdi því ekki mikið fyrir.
En já - frábærir páskar. Aldrei fór ég suður var auðvitað bara snilld og Skíðavikan sjálf það auðvitað líka. Veðrið var yndislegt og já, bara gaman af þessu
Í þetta skiptið tók ég ekki margar myndir, nema þegar ég fór upp á Bolafjall á laugardaginn - í alveg hreint frábæru veðri.
En já, annars er það barar apríl framundan og svo maí og ... já, tíminn líður alveg ótrúlega hratt, finnst ykkur ekki?
Annars er ég búin að taka í notkun fyrir aðeins meiri alvöru Flickr síðu þar sem þið getið skoðað fleiri myndir ef þið viljið
Að lokum, þá er komin grein um Aldrei fór ég suður á heimasíðu NME.
Meira síðar.
Athugasemdir
Fallegar myndir hjá þér .
Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2008 kl. 16:04
Takk!
Albertína Friðbjörg, 28.3.2008 kl. 14:11
Geðveikar myndir!
fór alveg í svona...já ég man hvernig veðrið var fyrir milljón árum um páskana.....á seinustu helgi...
kv
Lísbet
Lafði Lísbet (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.