"við gerum nefnilega minni kröfur út á landi"

Aaarrrggg... eruð þið ekki að grínast?! Errm

Eftirfarandi frétt birtist á Visi.is í dag:

,,Orkuveita Reykjavíkur auglýsir til sölu í Morgunblaðinu í dag fjöldann allan af líkamsræktartækjum. Um er að ræða gömul tæki sem fyritækið keypti notuð þegar nýja húsið var tekið í notkun. Tilvalið fyrir fólk á landsbyggðinni segir Sigrún A. Ámundadóttir hjá Orkuveitunni.

„Þegar við fluttum yfir í núverandi húsnæði var gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu og voru keypt notuð tæki. Síðan var gerður þjónustusamningur við World Class sem sá um aðstöðuna. Fyrir nokkru ákvað World Class síðan að þessi tæki væru ekki boðleg fyrir sína kúnna þannig að þeir tóku þetta yfir í heild sinni og fylltu stöðina af sínum tækjum," segir Sigrún en í kjölfarið var gömlu tækjunum hent út.

Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsræktarstöðvum í Reykjavík. „Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sýnum viðskiptavinum, við gerum nefnilega minni kröfur úti á landi," segir Sigrún en öll tækin verða seld í einu lagi.

Því geta einstaklingar ekki nælt sér í einstök tæki en listinn er nokkuð langur. Þar má sjá kálfavél, fótakreppur, kviðvélar og tvo ljósabekki.
„Nei einstaklingar geta ekki nælt sér í ljósabekk hjá okkur. Það er bara annaðhvort allt eða ekkert."

Sigrún segist vonast til þess að aðilar úti á landi geti nælt sér í tækin og byrjað að æfa sem fyrst. „Það er það sem skiptir máli.""

Ég held að þessi frétt segi allt sem segja þarf.  Er þetta Baggalútur í dulargervi?  Eru þetta í alvöru viðhorf Íslendinga í dag til landsbyggðarinnar?  ... rannsóknarverkefnið mitt er allt í einu orðið tölvuert meira spennandi.

Hvað finnst ykkur um þetta?!

Meira síðar.

--
Viðbót

Fréttinni á visi.is var breytt e-a í dag án nokkura athugasemda eða annað um að það hafi verið gert.  Talsmaður Orkuveitunnar hefur sömuleiðis sent út tilkynningu, sem meðal annars má lesa á bb.is.  Þar kemur fram að þessi blaðamaður hafi haft rangt eftir starfsmanni Orkuveitunnar í fréttinni sem má lesa hér fyrir ofan.  Þrátt fyrir það þá er þetta hrikalega undarleg frétt, hvort sem það sem kemur fram um landsbyggðina séu hennar orð eða blaðamannsins, eða finnst ykkur það ekki?  Eins, ef haft er rangt eftir konunni þá finnst mér að visir.is ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta þetta allt saman...

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Eins og einn sveitungi okkar myndi orða það, þá er konan greinilega dæmigerð 101 kaffihúsarotta.

Sigurður Jón Hreinsson, 3.4.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Haaaaa?! Ég næ þessu nú bara ekki alveg, talaði hún uppúr svefni eða eitthvað?

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 3.4.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Gló Magnaða

 Svona fólki er vorkun.

Þurfum við ekki að að eyða svona fordómum áður en við getum ætlast til að ná árangri í fordómum gagnvart útlendingum? Maður spyr sig.  

Gló Magnaða, 4.4.2008 kl. 09:19

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Óttalegt bull er þetta í konunni! Er hún kannski ein af þeim sem finnst í lagi að senda úrelt lyf í liðið í þriðja heiminum, þ að gerir hvort eð er engar kröfur...

Guðrún Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 09:34

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Vá! Mikið er ég sammála þér.

Þetta er alveg ótrúleg frétt og lýsir þvílíkum hugsanarhætti að manni verður hálf óglatt.

Magnað að fólk skuli sýna svona viðhorf í fjölmiðlum, ekkert verið að fela það einu sinni.

 Þessi hefur sennilega aldrei farið út fyrir bæjarmörkin, spái því!

Bestu kveðjur úr Danaveldi.

Kristbjörg Þórisdóttir, 14.4.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband