Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Göngutúraátak
Já, hef verið í göngutúraátaki í apríl, með dyggri aðstoð Lísbetar Planið er að fara í göngutúr a.m.k. annan hvern dag og það hefur staðist hingað til. Ég reyndar sé fram á skróp í dag vegna veðurs en ég fer þá bara bæði á morgun og hinn í staðinn
Ég tók nokkrar myndir í göngutúrnum sem við fórum í á laugardaginn ...
Fleira fréttnæmt er að ég stóð í miklum breytingum á heimilinu í gær ... breytingar sem ég impraði á í síðasta bloggi. Silla "frænka", Jóhanna Fylkis og Þórunn Anna stóðu í stórræðum með mér ... bókstaflega!
Fyrir ykkur sem ekki getið kíkt í heimsókn á næstu dögum þá er s.s. kominn nýr rosaflottur leðursófi niðri, svefnsófinn komst upp stigann (ótrúlegt en satt) og er kominn inn í svefnherbergið mitt, ískápurinn er kominn við hliðina á eldavélinni og örbylgjuofninn kominn þar ofan á og og og ...
Planið í dag er að panta úr IKEA slatta af dóti, sófaborð, hillur og fleira sniðugt og skemmtilegt ... vonandi koma hlutirnir svo hratt og vel vestur og íbúðin komin í stand í næstu viku ...
Meira síðar.
Athugasemdir
Hlakka til að sjá breytingarnar. og er búin að leggja inn hjá vini mínum Gussa og syni hans...Sússa að laga veðrið rétt á meðan við skellum okkur í rölt á eftir...
sjáumst þá
Lísbet
Lísbet (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:19
Ég hlakka til að sjá íbúðina þína, hún verður örugglega svaka fín eftir allar breytingarnar :) Hlakka líka til að sjá íbúðina mína...
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.