Laugardagur, 12. apríl 2008
Að taka til
Það kemur sá tími í lífi hvers og eins að það er hollt að taka aðeins til.
Breyta til og henda því gamla.
Ég er búin að vera að dunda mér við að taka til í kvöld - nýja dótið (vonandi) að koma á morgun og seinni hluti heimilisendurbótanna framundan og þá er eins gott að vera búinn að taka aðeins til ...
Það er þó svo, eins og með alla tiltekt, að ég hef ekki alveg verið með hugann við verkið og fór meðal annars að skoða myndir frá því í sumar ... svona til að minna mig á að sumarið kemur fyrr eða síðar
Allar myndirnar voru teknar á Hesteyri eða á leið á Hesteyri og vekja upp minningar um skemmtilegt sumar og vonir um jafnvel enn skemmtilegra sumar framundan
Ég ætti líklega að haska mér áfram í tiltektinni ... finn hvernig vorið nálgast, hægt en örugglega og betra að vera búin með breytingarnar að innan áður en sumarið kemur og tíminn til að vera utandyra með
Meira síðar.
Athugasemdir
Einstaklega fallegar myndir hjá þér.
Ég mundi íhuga að nota minnst tvær af þessum fjórum á póstkort.
Níels A. Ársælsson., 25.4.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.