Mánudagur, 21. apríl 2008
Ryksugan á fullu ...
eða þannig
Það var svo stórkostlegt veður hérna á helginni að það var lítið vit í að hanga inni og taka til. Við systurnar vorum nokkuð duglegar, fórum í tvo langa göngutúra. Á laugardaginn gengum við um ströndina hjá Holti í Önundarfirði og í gær gengum við frá Alviðru að Gerðhömrum, eða rétt rúmlega það. Myndavélinn var að sjálfsögðu með í för og má sjá úrval mynda hér fyrir neðan og með því að smella hér.
Í dag var það svo bara vinna og meiri vinna, en það er bara gaman Annars veit ég enn ekki hvað ég geri í sumar. Ég er enn sem komið er bara ráðin hjá Háskólasetrinu fram í lok maí þannig að ef e-n vantar duglegan félagsfræðing í vinnu í sumar, þá má sá hinn sami hafa samband.
Annars er ósköp lítið að frétta. Sá á fossavatn.com að skráningar ganga vel, alls komnar 175 skráningar og á eflaust bara eftir að fjölga. Veit samt að skipulagningarlega séð hjálpar mikið til að fá skráningarnar sem fyrst þannig að endilega þið sem ætlið að taka þátt, skrá sig
Önundarfjörður - laugardagur 19. apríl 2008
Dýrafjörður 20. apríl 2008
Meira síðar.
Athugasemdir
Flottar myndir, sérstaklega sú af bryggjunni finnst mér.
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:55
Oulala! Kúl myndir!
Hver vill ekki vera með duglegum félagsfræðingi?
Úr hvaða firði koma þessi flottu nöfn þín?
Knúsi knús!
Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.