Ryksugan á fullu ...

eða þannig Smile

Það var svo stórkostlegt veður hérna á helginni að það var lítið vit í að hanga inni og taka til.  Við systurnar vorum nokkuð duglegar, fórum í tvo langa göngutúra.  Á laugardaginn gengum við um ströndina hjá Holti í Önundarfirði og í gær gengum við frá Alviðru að Gerðhömrum, eða rétt rúmlega það.  Myndavélinn var að sjálfsögðu með í för og má sjá úrval mynda hér fyrir neðan og með því að smella hér

Í dag var það svo bara vinna og meiri vinna, en það er bara gaman Cool  Annars veit ég enn ekki hvað ég geri í sumar.  Ég er enn sem komið er bara ráðin hjá Háskólasetrinu fram í lok maí þannig að ef e-n vantar duglegan félagsfræðing í vinnu í sumar, þá má sá hinn sami hafa samband.

Annars er ósköp lítið að frétta.  Sá á fossavatn.com að skráningar ganga vel, alls komnar 175 skráningar og á eflaust bara eftir að fjölga.  Veit samt að skipulagningarlega séð hjálpar mikið til að fá skráningarnar sem fyrst þannig að endilega þið sem ætlið að taka þátt, skrá sig Wink

Önundarfjörður - laugardagur 19. apríl 2008

2426389350_b6bbb11318

2425572881_cb7e371f89

2425570991_9de734b1a9

2426383774_cc334d5659

Dýrafjörður 20. apríl 2008

2431881154_07e8dfa297

2431880626_40562b8cdd

2431063617_172efa3af7

2431063077_c2ef68a3f3

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Flottar myndir, sérstaklega sú af bryggjunni finnst mér.

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oulala! Kúl myndir!

Hver vill ekki vera með duglegum félagsfræðingi?

Úr hvaða firði koma þessi flottu nöfn þín?

Knúsi knús!

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband